Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konan sem vill að dýr verði gerð að heiðursborgurum

Þór­dís Að­al­steins­dótt­ir mynd­list­ar­kona sit­ur fyr­ir svör­um hjá Vig­dísi Gríms­dótt­ur.

Konan sem vill að dýr verði gerð að heiðursborgurum

Nafn: Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Fæðingardagur og ár: 25. október 1975.

Starf: Myndlistarmaður.

Spurningar:

1. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Það skemtilegasta er auðvitað að láta tala við mig í fleirtölu. Fast á eftir fylgir skemmtunin að liggja í rúminu. Þar má mála, lesa, skrifa og vinna í samböndum og samskiptum, að ógleymdu því að fá hugljómun milli svefns og vöku. Auk þess þykir mér skemmtilegt að finna steina, spýtur og smádrasl sem einhver hefur troðið í töskur, vasa og veski hjá mér.

2.  Líf eftir þetta líf?

Já, kannski þannig að líkamar brotni niður og frumurnar endurbyggist í eitthvað nýtt, og að gen og frumur, eða hvað það má kallast, hafi minni og muni andardrátt og upphaf alheimsins, en ég skil ekki að hverju þau eru að keppast. Næsta kynslóð mun finna út úr því.

3. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?

Kannski þegar ég bjó til skúlptúr fyrir skúlptúrgarð í NYC. Reiður maður braut typpið af skúlptúrnum og tók það með sér. Ég var í Taílandi en tveir drengir settu á styttuna nýtt typpi, smágert en í fullri reisn. (Það var áður þykkt en værðarlegt). Þá varð allt vitlaust yfir hvað þetta væri mikill hryllingur, en hægði loks um þegar há girðing var reist í kringum skúlptúrinn. Nú liggur styttan í skúr hjá pikklugerðarmanni.

4. Ertu pólitísk?

Nei, ég er í uppgjöf.

5. Trúirðu á tilviljanir?

Já, því ekki það? Ég sé eftir einhverjum atvikum þar sem ég hefði átt að fylgja hugboði og koma í veg  fyrir tilviljanir, en þær hafa líka verið frábærar margar og betri en nokkur plön.

6. Ef þú ættir eina ósk sem myndi örugglega rætast, hver væri hún?

Að Jökulsá á Fjöllum væri freyðivínsá.

„Ástin er eitthvað sem ég er sérfræðingur í og sérfræðiþekking mín hefur hlotið góðar undirtektir“

7. Ef þú gætir breytt einhverju sem þú hefur gert, hverju myndirðu breyta?

Ég myndi breyta svarinu við spurningunni hér á undan, (en vonandi væri það ekki í boði) og óska þess að mannfólk gæti ekki verið illgjarnt eða gráðugt, og þess að dýr yrðu gerð að heiðursborgurum.

8. Hverju myndirðu breyta á Íslandi ættirðu þess kost?

Úff, það þyrfti að byrja bara frá grunni aftur, reka alla ráðamenn og ríkisstjórn og koma á öðru skipulagi. Setja í forgang umhverfismál, rafbílavæða og bæta hjólamenningu, setja stolt okkar í að skapa umhverfisvænt og hreint land. Koma í veg fyrir einkavæðingu og koma vel fram við dýr.

9. En í heiminum?

Ég mundi breyta því sama og í sjöundu spurningu.

10.   Ef þú skrifaðir ljóðabók, hvaða nafn gæfirðu henni?

Portúgal eða Aukinn skilningur á ljóðum.

Ef það má bara velja einn titil þá set ég aukinn skilning sem undirtitil.

11.  Hver er afstaða þín til flóttamanna?

Engin landamæri, engin vegabréf.

12.  Hvaða dýr myndirðu vilja vera fengirðu tækifæri til þess?

Gíraffamóðir með gíraffabarn, það er löngu ákveðið.

13.  Segðu okkur eitthvað um ástina og byrjaðu setninguna svona: ÁSTIN ER …

Ástin er eitthvað sem ég er sérfræðingur í og sérfræðiþekking mín hefur hlotið góðar undirtektir og mikinn stuðning nákominna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár