Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags

Nýnas­ist­a­síða með ís­lensku léni dreif­ir hat­ursáróðri gegn gyð­ing­um og öðr­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Tón­list­ar­mað­ur­inn Stevie Wond­er og stjórn­mála­mað­ur­inn Ant­hony Weiner nídd­ir á síð­unni vegna upp­runa síns eft­ir að hún fékk ís­lenskt lén. Slóð síð­unn­ar á Ís­landi er dul­ar­full og var hún með­al ann­ars vist­uð hjá meintu fyr­ir­tæki á Klapp­ar­stíg sem eng­inn virð­ist kann­ast við.

Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á  Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags
Lénflótta á Íslandi Nýnasistasíðan Daily Stormer, sem heitir eftir svæsnasta áróðursblaði Þriðja ríkis Adolfs Hitlers, er lénflótta á Íslandi eftir að hafa verið með lén fyrir heimasíðu sína í Bandaríkjunum, Rússlandi og Albaníu á síðustu mánuðum. Bandaríski nýnasistinn Andrew Anglin er skráður fyrir síðunni hjá íslenska netfyrirtækinu ISNIC.

„Það er öðru hverju að koma póstur til þessa fyrirtækis í húsið. Ég hef bara látið endursenda þennan póst þegar hann er búinn að vera þarna í viku,“ segir íbúi í fjölbýlishúsi á Klapparstíg 7, þar sem netsíðufyrirtækið OrangeWebsite er skráð með skrifstofu. Enginn af íbúunum sem Stundin ræddi við kannast hins vegar við þetta fyrirtæki. 

Þetta fyrirtæki var hýsingaraðili fyrir nýnasistasíðuna The Dailty Stormer en skráning síðunnar á íslenskt lén með .is endingunni vakti heimsathygli fyrr í mánuðinum og var meðal annars sögð frétt um málið á BBC. Orangewebsite er svo í eigu félags sem heitir IceNetworks Ltd. sem skráð er í Mið-Ameríkuríkinu Belís, sem er eitt af fjölmörgum skattaskjólum heimsins. 

Íslenska skráningarskírteiniðMyndin sýnir skráningarskírteini The Daily Stormer hjá ISNIC. Vistun síðunnar er nú hjá JA (Joshua Anderson) í Kaliforníu en var áður hjá OrangeWebsite sem segist vera til húsa á Klapparstíg 7.

 Lénflótta á Íslandi

Hýsingaraðili fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynþáttahatur

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár