Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir Bjarna hafa hótað „að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eru harð­orð­ir í garð Sjálf­stæð­is­manna og segja þá nota ör­yggi og vel­ferð barna og rétt­læti fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is sem póli­tíska skipti­mynt.

Segir Bjarna hafa hótað „að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti“

Samkomulag um þinglok náðist milli fimm þingflokka í kvöld, en Samfylkingin og Píratar sátu hjá við afgreiðslu þess. Að því er fram kom í yfirlýsingu sem Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, las upp mun þing koma saman á morgun. Á meðal mála sem sett verða á dagskrá eru breytingar á lagaákvæðum um uppreist æru og breytingar á lögum um útlendinga. 

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tjáir sig um samkomulagið á Facebook og segir ömurlegt að hafa þurft „að semja um þinglok bak við lokaðar dyr, þar sem öryggi og velferð barna var notað sem skiptimynt“.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, tekur í sama streng og segir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hafa reynt að stilla þingflokkunum „upp við vegg á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu“. Þannig hafi hann í raun verið að „hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur“.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa lagt fram málamiðlunartillögu um stjórnarskrárbreytingar og að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið vel í tillöguna. Snerist tillagan um að samþykkt yrði breytingaákvæði við stjórnarskrá í anda þess sem var í gildi á tímabilinu 2013 til 2017.

Hér að neðan má sjá, í tímaröð, innleggin sem Katrín, Smári og Logi birtu á Facebook í kvöld. Þegar þetta er ritað hafa fulltrúar annarra flokka ekki tjáð sig um þinglokin.

Smári McCarthy:

„Þetta var stórfurðulegur dagur. Samningaviðræður flokkanna um þinglok hafa verið í gangi síðan fyrir helgi, en Píratar hafa haldið því á lofti að tryggja öryggi þeirra barna sem hafa leitast eftir öryggi á Íslandi, að klára málin með uppreist æru og ýmislegt fleira, en jafnframt að tillaga okkar um að þjóðin fái að ákveða stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslum hljóti meðferð á þinginu. Í dag reyndi Bjarni Benediktsson að stilla okkur upp við vegg á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur. Við harðneituðum að lúffa fyrir svona ósmekklegum hótunum, og fyrir rest varð niðurstaðan sú að fimm flokkar urðu aðilar að samkomulaginu, en Píratar og Samfylkingin héldu sínu striki: við ætlum að tryggja réttlætið, öryggi barna, og að krafan um lýðræðisúrbætur fái þinglega meðferð.“

Katrín Jakobsdóttir:

„Ég lagði það til áðan á fundi formanna flokkanna að við myndum sameinast um nýtt breytingaákvæði við stjórnarskrá í anda þess sem var í gildi 2013-2017, þ.e. að ásamt því að hægt væri að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með gömlu aðferðinni væri hægt að afgreiða slíkar breytingar með auknum meirihluta á Alþingi og vísa því svo til þjóðarinnar og afgreiða þær svo fremi sem 25% kosningabærra manna myndu samþykkja þær.

Þessi tillaga var tilraun til að miðla málum og skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar og tóku allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkurinn, jákvætt í hana. Því miður náðist ekki samkomulag allra um málið og því metum við Vinstri-græn það svo að best sé að ljúka þinginu þannig að börnum í hópi hælisleitenda verði komið í skjól, stigin verði fyrstu skref í átt að því að afnema uppreist æru úr hegningarlögum og Alþingi sæki svo nýtt umboð til þjóðarinnar.“

Logi Einarsson:

„Það er ömurleg staða að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr, þar sem öryggi og velferð barna var notað sem skiptimynt.

Í viðræðum formannanna lagði Samfylkingin alla áherslu á að:

1. – Mannúð réði för í útlendingamálum og Hanyie og Mary fengju að vera áfram á Íslandi og tekið yrði meira tillit til sjónarmiða barna við afgreiðslu hælisumsókna. Þar náðist fram áfangasigur. Það náðist að berja fram breytingar til bráðabirgða sem munu vonandi bjarga þeim og nokkrum öðrum börnum. Það sorglega er að ákvæðið er ekki varanlegt og fjarar út skömmu eftir kosningar. Því er brýnt að í næstu kosningum veljist flokkar sem byggja stefnu sína á mannúð og munu bæta lögin strax á nýju kjörtímabili.

2. - Þjóðin fengi að ráða för í stjórnarskrármálinu. Að Alþingi myndi samþykkja nýtt breytingarákvæði sem gerði þjóðinni kleift að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Þar höfðum við og Píratar því miður ekki erindi sem erfiði en við berjumst áfram!“

Bætt við kl. 23:10:

Bjarni Benediktsson:

„Nú hafa tekist samningar um þinglok. Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.

Samkomulag var gert um hið fyrrnefnda milli allra flokka utan Pírata og Samfylkingar.

Við munum samkvæmt þessu fella uppreist æru úr hegningalögum. Breytingar á lagaákvæðum sem varða hælisleitendur koma á dagskrá. Önnur mál varða kosningar eða formsatriði.

Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur."

Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?

Þingið getur í krafti meirihlutavilja sett á dagskrá það sem það kýs. Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskrána bíða.

Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.

Það er mín skoðun að ef hrófla á við einhverju í stjórnarskránni skuli vandað til verka, gefinn tími til umsagna og nefndameðferðar. Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár