Pétur Guðmundsson er einn afskekktasti og einangraðasti íbúi Íslands.
Hann býr í Ófeigsfirði, þar sem nú er fyrirhuguð virkjun, sem mun valda því að fossar hverfa, en rafmagn og ljósleiðari með interneti komast í næsta nágrenni við hann.
Pétur segist vera orðinn dauðleiður á því að sitja og hlusta á Bubba Morthens á langbylgjunni.
„Við erum búin að fá bara nóg af honum,“ segir hann. „Við höfum ekki einu sinni útvarp. Við höfum langbylgjuna. Og á langbylgjunni er nánast allan sólarhringinn Rás 2. Og við erum búin að fá miklu meira en nóg af þessu, og sérstaklega Óla Palla, og maður er búinn að fá nóg af Bubba, því hann er alltaf spilaður. Endalaust spilaður Bubbi. Mér er ekkert illa við Bubba greyið. En maður fær bara nóg af þessu þegar þetta er annað hvert lag. Það er bara ekki hægt að opna útvarpið lengur. Það er einn klukkutími á …
Athugasemdir