Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega: „Vinn­ur mark­visst að því að bæta hag hinna efna­meiri á kostn­að hinna efnam­inni“

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir stórmerkilegt að forsætisráðherra hafi staðfest í stefnuræðu sinni að skattbyrði tekjulægstu fjölskyldna hafi þyngst frá árinu 1998.

„Hann staðfestir hér í heyranda hljóði að helsta áherslumál Sjálfstæðisflokksins í áratugi, lægri skattar, er ekki ætlað þeim sem verst hafa það, heldur einungis hinum betur settu. Það er svosem gott að fá það staðfest, sem margir hafa löngum vitað, sem er að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur markvisst að því að bæta hag hinna efnameiri á kostnað hinna efnaminni,“ sagði Þórhildur í eldhúsdagsumræðunum í kvöld.

„Verra er að fylgjast með forsætisráðherra og flokki hans halda áfram sínum blekkingarleik gagnvart þjóðinni og saka þá um geðveiki, sem ekki trúa möntru þeirra um að allir landsmenn sitji við sama gnægtaborðið í hagvaxtarveislunni þeirra. Þessi gamalgróna taktík Sjálfstæðisflokksins er vel þekkt og þaulreynd aðferð yfirgangsseggja í valdastöðu, í raun andlegt ofbeldi  sem felst í því að gefa þolandanum viðstöðulaust rangar upplýsingar með það að markmiði að fá hann til þess að efast um eigið minni, skynjun og skynsemi – efast um eigin geðheilsu.“ 

Þá sagði hún aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins hafa smitast yfir á samstarfsflokkana í ríkisstjórn. Þeir sjái það sem eitt af sínum mikilvægustu verkum að sannfæra þjóðina um að hún skilji ekki neitt og sé ósanngjörn. „Það er sko ekkert verið að einkavæða heilbrigðiskerfið, segir hæstvirtur heilbrigðisráðherra á meðan hann klippir á borða í Klíníkinni og mokar fé í einkageirann í fjárlögum þessa árs. Erfiðara finnst mér að segja til um viðhorf stjórnarliða í heild til þessarar aðferðafræði kúgarans, hvort þeir láti blekkjast af síendurteknum og vísvitandi rangfærslunum eða taki virkan þátt í að halda þeim á lofti. Þó má segja að viðstöðulaust áreiti hæstvirts þingmanns Brynjars Níelssonar gagnvart brotaþolum Róberts Árna Hreiðarssonar um að það hafi nú ekkert verið brotið svo illa á þeim sé ágætt dæmi um þessa ógeðfelldu taktík.“ 

Þórhildur segir stjórnarliða hafa þagað í kjölfar þess að í ljós kom að ráðherra hafði ranglega haldið því fram að fjölmiðlar og brotaþolar ættu ekki eiga rétt á upplýsingum um málsmeðferð við veitingu uppreist æru. „Stjórnarliðum finnst líka allt í lagi að dómsmálaráðherra hreyti því í almenning að ákall hans um mannúðlega meðferð tveggja ungra stúlkna á flótta sé bara eitthvað mál sem dúkki upp í umræðunni fyrir tilviljun  og henni detti ekki í hug að gera neitt í,“ sagði hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár