Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega: „Vinn­ur mark­visst að því að bæta hag hinna efna­meiri á kostn­að hinna efnam­inni“

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir stórmerkilegt að forsætisráðherra hafi staðfest í stefnuræðu sinni að skattbyrði tekjulægstu fjölskyldna hafi þyngst frá árinu 1998.

„Hann staðfestir hér í heyranda hljóði að helsta áherslumál Sjálfstæðisflokksins í áratugi, lægri skattar, er ekki ætlað þeim sem verst hafa það, heldur einungis hinum betur settu. Það er svosem gott að fá það staðfest, sem margir hafa löngum vitað, sem er að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur markvisst að því að bæta hag hinna efnameiri á kostnað hinna efnaminni,“ sagði Þórhildur í eldhúsdagsumræðunum í kvöld.

„Verra er að fylgjast með forsætisráðherra og flokki hans halda áfram sínum blekkingarleik gagnvart þjóðinni og saka þá um geðveiki, sem ekki trúa möntru þeirra um að allir landsmenn sitji við sama gnægtaborðið í hagvaxtarveislunni þeirra. Þessi gamalgróna taktík Sjálfstæðisflokksins er vel þekkt og þaulreynd aðferð yfirgangsseggja í valdastöðu, í raun andlegt ofbeldi  sem felst í því að gefa þolandanum viðstöðulaust rangar upplýsingar með það að markmiði að fá hann til þess að efast um eigið minni, skynjun og skynsemi – efast um eigin geðheilsu.“ 

Þá sagði hún aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins hafa smitast yfir á samstarfsflokkana í ríkisstjórn. Þeir sjái það sem eitt af sínum mikilvægustu verkum að sannfæra þjóðina um að hún skilji ekki neitt og sé ósanngjörn. „Það er sko ekkert verið að einkavæða heilbrigðiskerfið, segir hæstvirtur heilbrigðisráðherra á meðan hann klippir á borða í Klíníkinni og mokar fé í einkageirann í fjárlögum þessa árs. Erfiðara finnst mér að segja til um viðhorf stjórnarliða í heild til þessarar aðferðafræði kúgarans, hvort þeir láti blekkjast af síendurteknum og vísvitandi rangfærslunum eða taki virkan þátt í að halda þeim á lofti. Þó má segja að viðstöðulaust áreiti hæstvirts þingmanns Brynjars Níelssonar gagnvart brotaþolum Róberts Árna Hreiðarssonar um að það hafi nú ekkert verið brotið svo illa á þeim sé ágætt dæmi um þessa ógeðfelldu taktík.“ 

Þórhildur segir stjórnarliða hafa þagað í kjölfar þess að í ljós kom að ráðherra hafði ranglega haldið því fram að fjölmiðlar og brotaþolar ættu ekki eiga rétt á upplýsingum um málsmeðferð við veitingu uppreist æru. „Stjórnarliðum finnst líka allt í lagi að dómsmálaráðherra hreyti því í almenning að ákall hans um mannúðlega meðferð tveggja ungra stúlkna á flótta sé bara eitthvað mál sem dúkki upp í umræðunni fyrir tilviljun  og henni detti ekki í hug að gera neitt í,“ sagði hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár