Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega: „Vinn­ur mark­visst að því að bæta hag hinna efna­meiri á kostn­að hinna efnam­inni“

Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti“ gagnvart brotaþolum Róberts Downey

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir stórmerkilegt að forsætisráðherra hafi staðfest í stefnuræðu sinni að skattbyrði tekjulægstu fjölskyldna hafi þyngst frá árinu 1998.

„Hann staðfestir hér í heyranda hljóði að helsta áherslumál Sjálfstæðisflokksins í áratugi, lægri skattar, er ekki ætlað þeim sem verst hafa það, heldur einungis hinum betur settu. Það er svosem gott að fá það staðfest, sem margir hafa löngum vitað, sem er að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur markvisst að því að bæta hag hinna efnameiri á kostnað hinna efnaminni,“ sagði Þórhildur í eldhúsdagsumræðunum í kvöld.

„Verra er að fylgjast með forsætisráðherra og flokki hans halda áfram sínum blekkingarleik gagnvart þjóðinni og saka þá um geðveiki, sem ekki trúa möntru þeirra um að allir landsmenn sitji við sama gnægtaborðið í hagvaxtarveislunni þeirra. Þessi gamalgróna taktík Sjálfstæðisflokksins er vel þekkt og þaulreynd aðferð yfirgangsseggja í valdastöðu, í raun andlegt ofbeldi  sem felst í því að gefa þolandanum viðstöðulaust rangar upplýsingar með það að markmiði að fá hann til þess að efast um eigið minni, skynjun og skynsemi – efast um eigin geðheilsu.“ 

Þá sagði hún aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins hafa smitast yfir á samstarfsflokkana í ríkisstjórn. Þeir sjái það sem eitt af sínum mikilvægustu verkum að sannfæra þjóðina um að hún skilji ekki neitt og sé ósanngjörn. „Það er sko ekkert verið að einkavæða heilbrigðiskerfið, segir hæstvirtur heilbrigðisráðherra á meðan hann klippir á borða í Klíníkinni og mokar fé í einkageirann í fjárlögum þessa árs. Erfiðara finnst mér að segja til um viðhorf stjórnarliða í heild til þessarar aðferðafræði kúgarans, hvort þeir láti blekkjast af síendurteknum og vísvitandi rangfærslunum eða taki virkan þátt í að halda þeim á lofti. Þó má segja að viðstöðulaust áreiti hæstvirts þingmanns Brynjars Níelssonar gagnvart brotaþolum Róberts Árna Hreiðarssonar um að það hafi nú ekkert verið brotið svo illa á þeim sé ágætt dæmi um þessa ógeðfelldu taktík.“ 

Þórhildur segir stjórnarliða hafa þagað í kjölfar þess að í ljós kom að ráðherra hafði ranglega haldið því fram að fjölmiðlar og brotaþolar ættu ekki eiga rétt á upplýsingum um málsmeðferð við veitingu uppreist æru. „Stjórnarliðum finnst líka allt í lagi að dómsmálaráðherra hreyti því í almenning að ákall hans um mannúðlega meðferð tveggja ungra stúlkna á flótta sé bara eitthvað mál sem dúkki upp í umræðunni fyrir tilviljun  og henni detti ekki í hug að gera neitt í,“ sagði hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Anna Lára Pálsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Anna Lára Pálsdóttir

Fest­ist ekki í hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni

Í fimm­tugsaf­mæl­inu sínu bauð Anna Lára Páls­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í ráð­gjöf og stuðn­ingi hjá Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu, gest­um í Fram, fram fylk­ing, rólu­stökk og sápu­kúlu­blást­ur. Hún hef­ur nefni­lega lært svo ótalmargt af nem­end­um sín­um, til dæm­is að fest­ast ekki í ein­hverju hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár