Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áslaug segir ESB verða að líta í eigin barm

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Al­þing­is, full­yrð­ir að fyrst nú sé Evr­ópu­sam­band­ið að við­ur­kenna að Bret­ar séu á út­leið úr sam­band­inu. Hún gagn­rýn­ir for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB á Twitter.

Áslaug segir ESB verða að líta í eigin barm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, gagnrýnir stefnuræðu Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem hann hélt á Evrópuþinginu í morgun. Telur Áslaug að Evrópusambandið þurfi að líta í eigin barm og endurskoða það fyrirkomulag sem nú er við lýði. „Loksins viðurkennt að UK sé að fara en ekki viðurkennt að þurfi að líta í eigin barm,“ skrifar Áslaug á Twitter. Þá útskýrir hún mál sitt með eftirfarandi hætti:

„Ég meina hvort þau teldu sig þurfa að endurskoða ESB að einhverju leyti eftir að niðurstaða Breta varð Brexit. Afhverju, er ESB td orðið of stórt, of viðamikið, tekur það of margar ákvarðanir fyrir þjóðþingin, eða hvort þetta hvetji þau í að verða enn stærra samband með enn fleira sameiginlegt. Ég td velti stundum fyrir mér eins og með lagasetningu ESB um rafrettur - lítið og ómerkilegt dæmi, en áhugavert að svona litlar ákvarðanir um hertari boð og bönn séu tekin á Evrópustigi en ekki ákvarðanir einstaka þjóða eða jafnvel sveitarfélaga.“ 

Juncker hefur oft tjáð sig um þá staðreynd að Bretar ætli að segja sig úr Evrópusambandinu og meðal annars tekið skýrt fram að Bretlandi verði ekki refsað fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Í stefnuræðu sinni í morgun gerði Juncker sérstaklega að umtalsefni að Evrópusambandið ætti ekki að skipta sér af daglegu lífi borgaranna, setja reglugerðir um allt og alla eða taka fram fyrir hendurnar á þjóðþingum með mörgum og stórum ákvörðunum. Þannig var málflutningur Junckers í anda svokallaðrar nálægðar- eða dreifræðisreglu Evrópusambandsins sem felur í sér vörn gegn miðstýringu og er ætlað að tryggja valddreifingu milli aðildarríkja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár