Ráðherrum „þungbært“ að veita kynferðisbrotamönnum uppreist æru

„Þetta hef­ur leg­ið þungt á mörg­um ráð­herr­um, en á end­an­um hef­ur í öll­um til­vik­um ver­ið tek­in sú ákvörð­un að bregða ekki út af þeirri stjórn­sýslu­hefð sem hef­ur mynd­ast,“ sagði Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra á opn­um fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar.

Ráðherrum „þungbært“ að veita kynferðisbrotamönnum uppreist æru

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að ráðherrum hafi þótt óþægilegt að veita mönnum sem framið hafa gróf brot uppreist æru og þess vegna hafi málin verið lengi til afgreiðslu í ráðuneyti dómsmála. Þetta kom fram í framsögu ráðherra á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem stendur nú yfir.  „Þetta hefur legið þungt á mörgum ráðherrum, en á endanum hefur í öllum tilvikum verið tekin sú ákvörðun að bregða ekki út af þeirri stjórnsýsluhefð sem hefur myndast,“ sagði Sigríður. Um leið tók hún skýrt fram að ábyrgðin á veitingu uppreist æru væri ekki embættismanna heldur ráðherra. „Ég veit að ráðherrum hefur fundist þungbært að afgreiða tilteknar umsóknir um að veita uppreist æru,“ sagði ráðherra. „En menn hafa líka viljað halda sig við jafnræðið og stjórnsýslureglur. 

Mikil reiði blossaði upp í vor eftir að greint var frá því að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði fengið uppreist æru og öðlast lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin og þremur sem voru fimmtán ára. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til við forseta Íslands þann 14. september 2016 að Robert fengi uppreist æru og óflekkað mannorð en bréfið var undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni forseta tveimur dögum síðar og öðlaðist þá formlegt gildi. Eins og Stundin greindi frá á dögunum fékk annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson, uppreist æru sama dag en hannvar dæmdur árið 2004 fyrir að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára. 

Fram kom í máli Sigríðar fyrir allsherjar- og menntamálanefnd að ráðherrar á undanförnum árum hefðu verið meðvitaðir um alvarleika brota þeirra sem sóttu um uppreist æru. Þess vegna hefðu mál verið lengi til afgreiðslu. Niðurstaða lögfræðinga ráðuneytisins hefði hins vegar verið sú að ráðherrum bæri lagaleg skylda til að sæma mennina óflekkuðu mannorði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár