Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif“

Nichole Leigh Mosty, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ir að þing­menn hafi eng­in áhrif og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar full­yrð­ir að þing­menn komi „hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arð­ana­töku um strauma og stefn­ur“.

„Þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif“

Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að þingmenn hafi engin áhrif í íslensku samfélagi. 

Þetta kemur fram í viðtali við hana á Mbl.is. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tilkynnti í viðtali við Kópavogsblaðið í dag að hún ætlaði að hætta þingmennsku um áramótin. Haft er eftir Theodóru að þingmenn komi „hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur“ og segist Nichole sammála henni.

Alþingi er valdamesta stofnun í íslenskri stjórnskipan. Þingið fer með löggjafar- og fjárstjórnarvald, sinnir eftirliti með framkvæmdavaldinu og ræður því hvernig ríkisstjórn er skipuð á hverjum tíma. Þiggja þingmenn há laun, meira en 1,1 milljón króna á mánuði, vegna ábyrgðarinnar og valdsins sem störfum þeirra fylgir. 

Theodóra og Nichole tilheyra báðar Bjartri framtíð, en flokkurinn á aðild að ríkisstjórn sem reiðir sig á eins manns stjórnarmeirihluta. Því má leiða líkum að því að einstakir stjórnarþingmenn hafi einmitt nú óvenju mikil völd og áhrif.

Svo virðist þó ekki vera ef marka má orð Nichole og Theodóru.

„Það vant­ar eft­ir­fylgni eft­ir mál­um og þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif þó svo að þing­mennska eigi að telj­ast áhrif­astaða,“ er haft eftir Nichole á Mbl.is. 

Theodóra telur að þingstörf snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Þau eru meira eins og mál­stofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneyt­um í gegn­um rík­is­stjórn. Við þing­menn höf­um svo það hlut­verk að fjalla um þau en kom­um hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur,“ segir hún. „Reynd­ar geta þing­menn óskað umræðu um allt á milli him­ins og jarðar. Oft er sú umræða á flokk­spóli­tísk­um nót­um, sett upp til að berja sér á brjóst eða berja á póli­tísk­um and­stæðing­um. Það hent­ar mér ekki enda leiða þær sjaldn­ast til nokk­urr­ar niður­stöðu.“

Theodóra hefur sjálf aldrei lagt fram þingmál, hvorki lagafrumvarp né þingsályktunartillögu, en var meðflutningsmaður að frumvarpi atvinnuveganefndar til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (brottfall og framlenging bráðabirgðaákvæða) sem fékkst samþykkt þann 1. júní síðastliðinn.

Nichole Leigh Mosty, sem segir þingmenn áhrifalausa, hefur verið meðflutningsmaður að fimm þingsályktunartillögum og lagt fram tvö frumvörp sem formaður velferðarnefndar en bæði voru samþykkt. Annað frumvarpið fól í sér afturvirka skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar höfðu öðlast fyrir mistök.

Nichole hefur 394 sinnum greitt atkvæði með lagabreytingum á Alþingi og 37 sinnum á móti. Theodóra hefur 382 sinnum greitt atkvæði með málum og 38 sinnum á móti. Ýmis málanna hafa, með beinum hætti, falið í sér „ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur“ og sumar atkvæðagreiðslurnar hafa verið hnífjafnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár