Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif“

Nichole Leigh Mosty, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ir að þing­menn hafi eng­in áhrif og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar full­yrð­ir að þing­menn komi „hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arð­ana­töku um strauma og stefn­ur“.

„Þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif“

Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að þingmenn hafi engin áhrif í íslensku samfélagi. 

Þetta kemur fram í viðtali við hana á Mbl.is. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tilkynnti í viðtali við Kópavogsblaðið í dag að hún ætlaði að hætta þingmennsku um áramótin. Haft er eftir Theodóru að þingmenn komi „hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur“ og segist Nichole sammála henni.

Alþingi er valdamesta stofnun í íslenskri stjórnskipan. Þingið fer með löggjafar- og fjárstjórnarvald, sinnir eftirliti með framkvæmdavaldinu og ræður því hvernig ríkisstjórn er skipuð á hverjum tíma. Þiggja þingmenn há laun, meira en 1,1 milljón króna á mánuði, vegna ábyrgðarinnar og valdsins sem störfum þeirra fylgir. 

Theodóra og Nichole tilheyra báðar Bjartri framtíð, en flokkurinn á aðild að ríkisstjórn sem reiðir sig á eins manns stjórnarmeirihluta. Því má leiða líkum að því að einstakir stjórnarþingmenn hafi einmitt nú óvenju mikil völd og áhrif.

Svo virðist þó ekki vera ef marka má orð Nichole og Theodóru.

„Það vant­ar eft­ir­fylgni eft­ir mál­um og þing­menn eru svo langt frá því að geta haft áhrif þó svo að þing­mennska eigi að telj­ast áhrif­astaða,“ er haft eftir Nichole á Mbl.is. 

Theodóra telur að þingstörf snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Þau eru meira eins og mál­stofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneyt­um í gegn­um rík­is­stjórn. Við þing­menn höf­um svo það hlut­verk að fjalla um þau en kom­um hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur,“ segir hún. „Reynd­ar geta þing­menn óskað umræðu um allt á milli him­ins og jarðar. Oft er sú umræða á flokk­spóli­tísk­um nót­um, sett upp til að berja sér á brjóst eða berja á póli­tísk­um and­stæðing­um. Það hent­ar mér ekki enda leiða þær sjaldn­ast til nokk­urr­ar niður­stöðu.“

Theodóra hefur sjálf aldrei lagt fram þingmál, hvorki lagafrumvarp né þingsályktunartillögu, en var meðflutningsmaður að frumvarpi atvinnuveganefndar til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (brottfall og framlenging bráðabirgðaákvæða) sem fékkst samþykkt þann 1. júní síðastliðinn.

Nichole Leigh Mosty, sem segir þingmenn áhrifalausa, hefur verið meðflutningsmaður að fimm þingsályktunartillögum og lagt fram tvö frumvörp sem formaður velferðarnefndar en bæði voru samþykkt. Annað frumvarpið fól í sér afturvirka skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar höfðu öðlast fyrir mistök.

Nichole hefur 394 sinnum greitt atkvæði með lagabreytingum á Alþingi og 37 sinnum á móti. Theodóra hefur 382 sinnum greitt atkvæði með málum og 38 sinnum á móti. Ýmis málanna hafa, með beinum hætti, falið í sér „ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur“ og sumar atkvæðagreiðslurnar hafa verið hnífjafnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu