Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faðir þolanda segir stjórnarmeirihlutann bregðast brotaþolum

„Full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd neita að sinna skyld­um sín­um,“ skrif­ar Berg­ur Þór Ing­ólfs­son, fað­ir stúlku sem Robert Dow­ney braut gegn, í kjöl­far upp­lýs­inga um að ann­ar barn­aníð­ing­ur fékk upp­reist æru sama dag og Robert.

Faðir þolanda segir stjórnarmeirihlutann bregðast brotaþolum

Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem barnaníðingurinn Robert Downey braut gegn, segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd neiti að sinna skyldum sínum og snúi þannig baki við brotaþolum. Þannig bregst hann við frétt Stundarinnar um að maður sem dæmdur var fyrir að misnota stjúpdóttur sína nær daglega í 12 ár hafi fengið uppreist æru þann 16. september, sama dag og Robert Downey.

Vísar Bergur til þess að fulltrúar stjórnarmeirihlutans í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd gengu út af fundi þann 14. ágúst þegar upplýsingar um Robert Dow­­ney og veitingu uppreist æru hans voru til meðferðar. 

„Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd neita að sinna skyldum sínum. Þau snúa baki við brotaþolum og óttast að það blæði úr augum þeirra líti þau sannleikann,“ skrifar Bergur Þór á Facebook í dag.

„Formaður nefndarinnar segir í sífellu að verri brot hafi verið framin. Forsætisráðherra finnst að ekki skuli gert upp á milli einstakra brota þegar veitt er uppreist æru. Forsetinn skrifar upp á óflekkað mannorð barnaníðinga í kippum því stjórnarskráin skipar honum að gera það. Upplýsingum er haldið frá brotaþolum og öllum almenningi. Það er löngu komið nóg. Fáum allar upplýsingar á borðið og nýja stjórnarskrá í kjölfarið til að vernda venjulegt fólk gegn þessu óskiljanlega rugli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár