Ríkisendurskoðun skoðar lögmæti fjárframlaga til Viðreisnar

Fjár­fest­ir­inn Helgi Magnús­son veitti Við­reisn fjár­styrki langt fram yf­ir lög­bund­ið há­mark, ef einka­hluta­fé­lög í hans eigu eru tal­in með.

Ríkisendurskoðun skoðar lögmæti fjárframlaga til Viðreisnar
Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar hefur heitið því að gera upplýsingar um tengsl og eignarhald fyrirtækja aðgengilegri en nú er. Mynd: Pressphotos

Ríkisendurskoðun yfirfer nú fjárframlög til stjórnmálaflokksins Viðreisnar, vegna ábendinga um að flokkurinn hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. 

Í lögum er kveðið á um að hámarksframlag lögaðila til stjórnmálasamtaka sé 400 þúsund krónur. Hins vegar megi tvöfalda þá upphæð þegar stjórnmálaflokkur er stofnaður.

Helgi Magnússon fjárfestir veitti Viðreisn styrk sem nemur hámarksupphæðinni, 800 þúsund krónum. Hins vegar veittu félög í hans eigu Viðreisn einnig framlög. Helgi er skráður 100% eigandi Varðbergs ehf. og Hofgarða ehf. sem samtals veittu Viðreisn 800 þúsund króna styrk. Til viðbótar er Helgi einnig tengdur öðrum félögum sem gáfu Viðreisn 800 þúsund krónur til viðbótar, en þar er eignarhald hans langt undir 10 prósentum.

Spurningin er hins vegar hvort hann sé lögformlega „tengdur aðili“, samkvæmt skilgreiningu laganna, og hvort túlka beri lögin svo að framlög frá félögum í hans eigu séu talin með framlögum hans sem lögaðila.

„Við sáum ekkert athugavert í fyrstu skoðun“

„Staðan er bara þannig að við birtum þetta, við skoðum þetta, og ef við sjáum ekki neitt í fyrstu umferð og ef síðan kemur í ljós að eitthvað er að, þá látum við lagfæra það,“ segir Guðbrandur Leósson, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, sem nú skoðar fjárframlögin til Viðreisnar, sem nema 26,7 milljónum króna samtals.

„Við sáum ekkert athugavert í fyrstu skoðun,“ segir hann. „Ef í ljós kemur að eitthvað er að, þá er það bara bakfært. Ef eitthvað er í ólagi eru menn látnir endurgreiða.“

Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um að „telja skal saman framlög tengdra aðila.“ Guðbrandur segir að reglur um tengda aðila séu „nokkuð flóknar“.

Í lögum eru tengdir aðilar flokkaðir með þessum hætti: „Lögaðilar þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum, enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafnframt eignarhlutur og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg.“

Þá segir: Lögaðilar, sem inna af hendi framlög til stjórnmálasamtaka eða frambjóðenda, skulu sérgreina heildarfjárhæð slíkra framlaga í ársreikningum sínum. Telja skal saman framlög tengdra aðila.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár