Í sumarfríi kemur það fyrir að fólk liggi óvænt í iðjagrænu grasinu, baði út höndum, dragi djúpt andann, góni á skýin og hugsi með sér hversu tilveran er dásamleg. Allt er á því augnabliki fullkomið, svo einfalt, svo hlýtt, svo ilmandi notalegt. Maður lifir og nýtur og þarf ekkert annað en sjálfan sig, samferðafólkið, grasið og himininn. Þegar heim er komið tekur við grámi hversdagsleikans. Þegar líða tekur á mánuðinn er ljóst að kaupæðið í algleymi sumarfrísins mun kosta sínar þjáningar með löngum vinnudögum og vaxtakostnaði. Eftir deilur um kaup á húsvagni og andvökunótt eftir ofbeldið í Game of Thrones, fer að syrta í álinn. Næsti dagur er eitt kvíðakast sem ætlar aldrei að líða.
Á slíkum stundum er ekki óalgengt að fólk spyrji sig spurninga eins og „Hefur lífið tilgang?, eða merkingu?“ Þetta verða ásæknar spurningar þegar allt virðist svart framundan og núið hræðilegt.
Hvað er annars átt við …
Athugasemdir