„Ég áttaði mig fljótt á að þetta var ekki verkefni fyrir einn eða tvo og fór því strax í þá vinnu að stofna hjálparsamtökin Solaris. Síðan við fórum af stað hefur ekki liðið dagur án þess að við fáum ábendingar eða hjálparköll frá hælisleitendum sem sárvantar ýmsa aðstoð,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris.
Hælisleitendur sem leita hingað til lands þurfa oft að búa við knappan kost, í mygluðum búsetuúrræðum eða innan um veggjalús, vinum og vandamönnum er bannað að heimsækja þá og þeir látnir dúsa fjarri allri þjónustu. Þá hafa margir þeirra fengið að finna fyrir heimóttarhætti og fordómum í sinn garð.
Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, spruttu upp í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar um ástandið á Skeggjagötu, að sögn Semu Erlu. Ástandið var þannig að hælisleitendur höfðu hvorki borð né stóla til afnota í búsetuúrræðinu sem Útlendingastofnun veitti. Mánuði síðar hafði lítið breyst annað en að þeim hafði …
Athugasemdir