Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Yfirlýsingar Benedikts á skjön við raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar

Fjár­mála­ráð­herra tal­ar um að „hafna krón­unni“ eða tengja við ann­an gjald­mið­il en for­sæt­is­ráð­herra seg­ir hvor­ugt standa til. Jafn­framt vinn­ur verk­efn­is­stjórn um end­ur­skoð­un pen­inga­stefn­unn­ar sam­kvæmt þeirri for­sendu að krón­an verði gjald­mið­ill Ís­lend­inga um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð.

Yfirlýsingar Benedikts á skjön við raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar

Yfirlýsingar Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um að „hafna krónunni“ ganga í berhögg við vinnu verkefnisstjórnar um endurskoðun peningastefnu Íslands ef marka má orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Jafnframt stangast þær á við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðlamálum eins og hún hefur birst í málflutningi forsætisráðherra sem hefur sagt að hvorki sé á döfinni að kasta krónunni né að festa hana við annan gjaldmiðil. 

Eins og fram kom í viðtali Bloomberg-fréttastofunnar við Bjarna Benediktsson í apríl miðar vinna verkefnisstjórnarinnar að því að íslenska krónan verði áfram gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð. Bjarni ítrekar þetta í viðtali við Vísi í dag og bregst þannig við aðsendri grein eftir Benedikt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 

Er þetta í annað skipti á fáeinum mánuðum sem forsætisráðherra stígur fram og ber til baka yfirlýsingar fjármálaráðherra eigin ríkisstjórnar um gjaldmiðlastefnu Íslands. Áður hefur Bjarni hafnað málflutningi Benedikts um að ríkisstjórnin hafi í hyggju að tengja krónuna við annan gjaldmiðil.

„Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar,“ sagði Benedikt í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“. Óvenjulegt er að fjármálaráðherra tali með slíkum hætti gegn gjaldmiðli eigin ríkis. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skipaði þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat íslenskrar peningastefnu í mars. Í nefndinni sitja Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Ásgeir Jónsson. Að því er fram kom í fréttatilkynningu er markmið endurskoðunarinnar „að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs“. 

Bjarni Benediktsson staðfestir í dag að „í því starfi sem þegar er komið af stað er gert ráð fyrir því að við verðum áfram með íslensku krónuna en við erum að skoða leiðir til að draga úr sveiflum“. Þetta er í samræmi við orð hans frá því í apríl um að nefndin vinni samkvæmt þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð. „Eftir kosningar var myndað ríkisstjórnarsamstarf og það var gerður stjórnarsáttmáli þar sem við erum að starfa saman á öðrum grundvelli en hann hefði kannski kosið.“ 

Sem kunnugt er hafa Benedikt Jóhannesson og flokkur hans, Viðreisn, talað eindregið fyrir því að gengi krónunnar verði fest við annan gjaldmiðil með upptöku myntráðs. Í slíku fyrirkomulagi felst að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að skipta innlendum gjaldmiðli út fyrir kjölfestugjaldmiðil, svo sem evru, á fyrirfram ákveðnu gengi. 

Haft var eftir Benedikt á vef Financial Times þann 1. apríl síðastliðinn að til skoðunar væri að tengja íslensku krónuna við annan gjaldmiðil, svo sem við evru eða pund. Ríkjandi ástand í myntmálum væri óþolandi og breytinga þörf. Daginn eftir steig Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fram í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna og hafnaði fullyrðingum Benedikts. Sagði hann að fasttenging krónunnar við evru eða pund væri ekki á döfinni, hvað sem liði fullyrðingum fjármálaráðherra Íslands. 

Við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ákveðið að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, myndi ekki fara með málefni Seðlabankans þrátt fyrir að vera fjármálaráðherra og hafa lagt megináherslu á gjaldmiðlamál í kosningabaráttu sinni. 

Engu að síður hefur hann haldið áfram að tala fyrir upptöku myntráðs, eða því að Ísland hætti alfarið að styðjast við krónuna. Nýlega mætti hann í sjónvarpsviðtal um styrkingu krónunnar klæddur stuttermabol með mynd af evrunni. 

Samningaviðræður við Evrópusambandið um að ganga í bandalagið og taka upp evru eru þó ekki á dagskrá, enda sömdu Viðreisn og Björt framtíð við Sjálfstæðisflokkinn um að koma í veg fyrir að boðað yrði til þjóðaratkvæða-greiðslu um framhald aðildarviðræðna allt fram til loka kjörtímabilsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu