Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Eft­ir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir þing­kona að ferl­ið sem lá að baki þeirri ákvörð­un að veita Robert Dow­ney upp­reist æru sé allt of vél­rænt og end­ur­spegli skiln­ings­leysi á eðli og af­leið­ing­um kyn­ferð­is­brota gegn börn­um. Skiln­ings­leysi sem sé inn­gró­ið í allt kerf­ið og birt­ist einnig í dómi Hæsta­rétt­ar. Nefnd­in ósk­aði eft­ir gögn­um máls­ins, en eng­in efn­is­leg rök lágu fyr­ir ákvörð­un­inni.

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Ferlið að baki þessari ákvörðun endurspeglar innbyggt skilningsleysi á afleiðingum kynferðisbrota í kerfinu öllu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í morgun um ferlið sem liggur að baki þeirri ákvörðun um að veita uppreist æru, í kjölfar þess að Robert Downey fékk æru sína uppreista og endurheimti í kjölfarið lögmannsréttindin þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn fimm stúlkum.

Auk nefndarmanna sátu á fundinum ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytsins og formaður Lögmannafélagsins. Í máli hans kom fram að Lögmannafélagið lagðist gegn ákvörðun Hæstaréttar um að veita Roberti lögmannsréttindin aftur, slíkt hefði ekki komið til greina í nágrannalöndnum. Í Svíþjóð hefði til dæmis aldrei komið til álita að maður sem hefði framið glæp af þessari stærðagráðu fengi lögmannsréttindin aftur. Á fundinum óskaði nefndin eftir þeim gögnum sem liggja að baki ákvörðuninni og ráðuneytið samþykkti að afhenda þau, en Svandís segir að ferlið að baki ákvörðuninni sé allt of vélrænt.

Formleg skilyrði

„Það sem stendur eftir í mínum huga er fyrst og fremst tvennt. Annars vegar það að svo virðist sem ráðuneytið hafi innleitt vélrænt ferli á undanförnum árum og áratugum sem að mínu mati getur ekki talist til sóma í réttarríki. Það er að segja að það séu ekki efnislegar ástæður sem liggja til grundvallar svo stórri ákvörðun sem þeirri sem uppreist æra er. Það virðist eins og það þurfi bara að uppfylla formleg skilyrði til að fá afgreiðslu á þeirri beiðni hverju sinni. Við óskuðum eftir að fá þau gögn sem liggja fyrir, eða sem lágu til grundvallar, það er að segja, fyrst og fremst þessar umsagnir, það sem kallað er meðmæli. Væntanlega mun nefndin funda aftur vegna þess.

„Það virðist sem það sé inngróið skilningsleysi á djúpstæðum áhrifum kynferðisbrota í kerfinu öllu.“

Síðan finnst mér það vera hitt málið sem er almennt til umhugsunar í þessu efni að það virðist sem það sé inngróið skilningsleysi á djúpstæðum áhrifum kynferðisbrota í kerfinu öllu og kynferðisbrotum gegn börnum. Bæði hvað varðar málflutningsréttindin, að það skuli ekki vera horft til eðlis brota þar, og að Hæstiréttur skuli vísa í þennan þrönga skilning á lögunum að brotið sé ekki framið í vinnunni, að þetta sé ekki brot í starfi hjá viðkomandi lögmanni. Líka að það sé enginn áskilnaður um að viðkomandi hafi leitast við að ná einhvers konar sáttum við samfélagið og þá sem fyrir brotunum urðu á sínum tíma.“

Fjársveltur málaflokkur 

Svandís bendir á að fræðimenn og fagaðilar sem starfa með þolendum ofbeldis, í Kvennaathvarfinu, á Stígamótum og víðar, haldi því statt og stöðugt fram að það vanti skilning á eðli og afleiðingum kynferðisbrota í kerfinu öllu. Mál Roberts Downey undirstriki það. 

Mér finnst þetta tiltekna mál sýna að við þurfum að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Það þarf að fara yfir þetta allt saman og skoða stöðu þolenda kynferðisbrota, sönnunarbyrðina og allt sem þessum málum viðkemur. Það hefur áður verið rætt en það þarf bara að gera miklu betur í þessum efnum. 

Vilji stjórnvalda endurspeglast alltaf í fjármagni. Það er svo auðvelt að láta gera skýrslur og áætlanir án þess að fylgja því eftir. Við erum til dæmis með fína áætlun um mansal á Íslandi en hún er ekki fjármögnuð. Við erum með stefnu um að leggja aukna áherslu á þessa málaflokka en það er ekki fjármagnað. Raunverulegur vilji endurspeglast fyrst og fremst í því að setja meiri peninga í þessi mál á öllum stöðum, vegna þess að þekkingin er fyrir hendi. Þess vegna höfum við undanfarin ár lagt til breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar sem við leggjum til sérstaka fjárhæð til lögregluembættanna um allt land til að efla þennan þátt, en það hefur ekki verið samþykkt.“

Skilningsleysi Hæstaréttar

Málsmeðferðin endurspegli fyrst og fremst þekkingarleysi á eðli kynferðisbrota og afleiðingum þeirra. „Að láta eins og þú getir bara kallað til einhverja tvo fyrrverandi kennara þína eða þetta sé bara vélræn afgreiðsla. Við vitum ekkert hvað þessir tveir einstaklingar eru að segja í sinni greinargerð eða hvað þeir hafa fyrir sér. Kemur eitthvað fram þar um breytta afstöðu viðkomandi til sinna brota eða áherslu á yfirbót? Ég bara veit það ekki. Við vitum ekkert hvort það standi kannski bara að viðkomandi hafi sýnt af sér góða hegðun í einni setningu. Þetta virkaði á mig eins og þetta væri bara rútína. Þetta væri bara formsatriði. Það væri ekkert raunverulegt innihald þarna.“

„Þetta virkaði á mig eins og þetta væri bara rútína. Þetta væri bara formsatriði. Það væri ekkert raunverulegt innihald þarna.“

Sama skilningsleysi endurspeglast í niðurstöðu Hæstaréttar, segir hún, um endurheimt lögmannsréttinda. „Þar finnst mér við enn og aftur standa frammi fyrir algjöru skilningsleysi á eðli þessara brota. Hæstiréttur vísar í lögmannalögin og segir að þar sem brotin voru ekki framin í vinnunni eigi það ekki við.“

Fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum þegar uppreist æra er veitt er mun strangara en hér á landi. Þá eiga afbrotamenn mun erfiðara með að öðlast ýmis borgaraleg réttindi á ný hafi þeir gerst sekir um alvarleg brot. Í dómi Hæstaréttar Noregs sem féll árið 2009 var einstaklingi hafnað að fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik. Maðurinn hafði gerst sekur um fjársvik og ýmis bókhaldsbrot og dæmdur í 18 mánaða fangelsi vegna þeirra.

Engin efnisleg rök

Fundurinn var skráður sem venjulegur nefndarfundur og lokaður almenningi og fjölmiðlum. Stundin hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um ferlið sem lá að baki þessari ákvörðun en fjölmörgum spurningum er enn ósvarað. Svandís segir að samskipti ráðuneytisins við fjölmiðla hafi komið til tals á fundinum en því hafi verið svarað með því að starfsmenn væru margir í fríi.

Líkt og Stundin hefur greint frá þá getur það varðað refsingu samkvæmt núgildandi hegningarlögum að rifja upp afbrot dæmdra manna sem hafa hlotið uppreist æru. Þetta var einnig rætt á fundinum, en hluti nefndarmanna vildi meina að tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskránnar hefði meira vægi en þetta ákvæði hegningarlaganna. 

Bent hefur verið á að hópur fólks hafi sótt um uppreist æru en ekki fengið, en á fundinum í morgun kom fram að í öllum tilvikum hafi því verið hafnað vegna formlegra vankanta. Þá hafi ekki verið liðinn nægilega langur tími frá því að dómur féll, viðkomandi hefur verið með annað mál til umfjöllunar í réttarvörslukerfinu eða annað slíkt. „Það eru einu dæmin um að viðkomandi hafi ekki fengið uppreist æru þegar óskað hefur verið eftir því. Það eru engin efnisleg rök sem liggja þar að baki,“ segir Svandís.

Á fundinum kom fram að ráðuneytið starfar ekki eftir neinum verklagsreglum né sé horft til leiðbeinandi sjónarmiða þegar umsóknir um uppreista æru eru teknar fyrir. Eitt af skilyrðum þess að menn hljóta uppreista æru er að þeir hafi sýnt af sér góða hegðun. „Það er einfaldlega þannig að ef einstaklingur segist hafa sýnt af sér góða hegðun þá er tekið mark á því enda gilda engar reglur um hvernig það er metið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Velja sína valinkunnu menn sjálfir

Þá kom ekki fram hvernig valinkunnir menn eru metnir. „Það virðist vera að einstaklingurinn sjálfur sem óskar eftir uppreist æru bendi á þessa valinkunnu menn. Þetta ku oft vera kennarar, meðferðaraðilar eða einhverjir slíkir. Það eru einhver dæmi um að ráðuneytið fylgi því eftir með símtölum en þetta eru ekki aðilar sem ráðuneytið útnefnir eða neitt slíkt. Við spurðum um þetta,“ segir Svandís. Þá segir Jón Þór svar ráðuneytisins hafa verið að engar reglur væru til staðar hjá ráðuneytinu þegar meta ætti hverjir gætu talist valinkunni einstaklingar.

Svandís segir að nefndin hafi ekki enn fengið  upplýsingar um hvaða valinkunnu menn hafi mælt með því að Robert Downey myndi fá uppreist æru. „Við höfum ekki upplýsingar um það. Við óskuðum eftir gögnum og það kom fram að ráðuneytið kvaðst myndu láta okkur fá gögnin, fyrst og fremst innihald þessara umsagna.“

 „Við óskuðum eftir gögnunum og ég vænti þess að við fáum þau.“

Aðspurð hvort nöfnin muni ekki fylgja þeim gögnum ítrekar hún: „Við óskuðum eftir gögnunum og ég vænti þess að við fáum þau. Það er eina leiðin til þess að við getum ræktað okkar eftirlitsskyldu gagnvart ráðuneytinu, ráðherranum og framkvæmdavaldinu.“

Gögn sem nefndinni eru afhent eru allajafna opinber gögn og aðgengileg almenningi. „Það þarf að óska sérstaklega eftir því að þau séu afhent í trúnaði til að svo sé. Mér skilst að það sé til meðferðar mál sem varðar þessi gögn hjá úrskurðarnefnd upplýsingamála og væntanlega kemur einhver niðurstaða þar. Almennt er ég á þeirri skoðun að slíkar upplýsingar eigi að liggja fyrir og að gögn eigi að birtast almenningi. Ég held að það sé eina leiðin til þess að almenningur geti treyst valdhöfum á hverjum tíma.“

Ábyrgðin ráðherra 

Á endanum sé það alltaf ráðherra sem ber ábyrgð á þessari ákvörðun. „Samkvæmt íslenskri stjórnskipan ber ráðherra ábyrgð.“ Bjarni Benediktsson, sem var starfandi dómsmálaráðherra, í fjarveru Ólafar Nordal og kvittaði upp á veitingu uppreistar æru, hefur hins vegar hafnað þeirri ábyrgð. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni í viðtali við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að málinu. „Það er vegna þess að ráðuneytið hefur komið upp þessu vélræna ferli. Ég tel það ekki standast skoðun að ferlið sé svo vélrænt að undirskrift ráðherra sé bara gúmmístimpill. Það getur aldrei verið þannig,“ segir Svandís.

„Ég tel það ekki standast skoðun að ferlið sé svo vélrænt að undirskrift ráðherra sé bara gúmmístimpill“

Þá hefur forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, einnig hafnað því að hafa átt nokkra aðkomu að málinu, þótt hann hafi einnig skrifað undir beiðni þess efnis. Í samtali við Vísi sagðist hann ekki hafa vitað um hvaða mann var að ræða þegar hann skrifaði undir beiðnina. „Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Svo segir. „Nú þykja skilyrði vera fyrir hendi til þess að verða við framangreindri beiðni vil ég leyfa mér að leggja til að yður, forseti Íslands, mætti þóknast að veita nefndum manni uppreist æru sinnar að því er snertir framangreindan dóm,“ sagði Guðni.

Svandís segir að til að breyta þessu þurfi að breyta stjórnarskránni, „og það eigum við að gera. Svo er spurning hvort forseti eigi ekki að leita upplýsinga varðandi hvað liggur að baki hverju sinni. Eiga ekki bæði ráðherra og forseti á hverjum tíma að fá upplýsingar um hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri ákvörðun sem er til umfjöllunar? Það hlýtur að vera.“

Þverpólítískur hópur vinni frumvarpið

Jón Þór segir nauðsynlegt að þverpólítískur hópur vinni að lagabreytingum um veitingu uppreistar æru. Það þurfi að gera í mikilli sátt við fagaðila og borgara á landinu. Í vikunni tilkynnti Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið að hún stefndi á að leggja fram frumvarp um breytingu á uppreist æru í haust.

„Breytingarnar á löggjöfinni þarf að vinna faglega og málefnalega og þá þarf að horfa til hinna Norðurlandanna þar sem veiting uppreistar æru er bundin mun þrengri og málefnalegri skilyrðum. Þá þætti mér eðlilegra að Alþingi ætti frumkvæðið að slíkri vinnu fremur en ráðuneytið sem hefur ekki verið að sinna málflokknum vel,“ segir Jón.

Jón segir alla nefndarmenninna vera sammála um að afbrotamenn eigi að taka út refsingar sínar í betrunarkerfi og fangar eigi að hafa þann möguleika að taka á nýjan leik þátt í samfélaginu þegar þeir hafa tekið út sína refsingu. „Það er þó ekki hægt að endurveita öll borgarleg réttindi í öllum tilfellum. Slíku þarf að setja þrengri skorður en þær sem til staðar eru í dag. Það er til að mynda óeðlilegt að læknir geti fengið atvinnuréttindi sín á ný hafi hann myrt sjúkling sinn,“ segir Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár