Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gjá milli Bjarna og Benedikts: Tala í kross í erlendum fjölmiðlum

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra slær hug­mynd­ir Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar um fast­teng­ingu krón­unn­ar við ann­an gjald­mið­il út af borð­inu í við­tali við Bloom­berg.

Gjá milli Bjarna og Benedikts: Tala í kross í erlendum fjölmiðlum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að fasttenging krónunnar við evru eða pund sé ekki á döfinni þrátt fyrir orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um að slíkt sé til skoðunar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg í dag þar sem rætt er við forsætisráðherra. 

Haft var eftir fjármálaráðherra á vef Financial Times í gær að til skoðunar væri að tengja íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. Fram kom að honum þætti „absúrd“ að tengja krónuna við Kanadadollara eða norsku krónuna, enda hafi gengi þeirra gjaldmiðla fallið meðan íslenska krónan hafi styrkst umtalsvert síðustu mánuði. Hins vegar mætti skoða valkosti á borð við að tengja krónuna við evru eða pund. Ríkjandi ástand í myntmálum væri óþolandi og breytinga þörf. Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í dag hafnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra því alfarið að fasttenging krónunnar við annan gjaldmiðil sé á döfinni. 

Athygli vekur að fyrirsögn fréttar Financial Times er “Iceland weighs plan to peg krona to another currency” en fyrirsögnin hjá Bloomberg fréttastofunni er “Iceland Won’t Peg Currency for the Foreseeable Future, PM Says”. Þá segir í frétt Bloomberg að Bjarni hafi lagt áherslu á kosti fljótandi gengis sem heppilegs fyrirkomulags til að hjálpa hagkerfum að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta bendi til þess að orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra endurspegli ekki sjónarmið yfirmanns hans, forsætisráðherrans (orðrétt: “suggesting the finance minister’s comments don’t necessarily reflect the views of his boss”). 

Í viðtalinu við Bloomberg bendir Bjarni á að nefnd ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnunnar leggi það til grundvallar vinnu sinni að íslenska krónan verði gjaldmiðill Íslands um fyrirsjáanlega framtíð. 

Í viðtali við Benedikt Jóhannesson sem birtist á Eyjunni í dag segist hann bjartsýnn á að fram náist breytingar á fyrirkomulagi peninga- og gjaldmiðilsmála. „Já, ég er bjartsýnn á það. Við vorum að skipa nefnd um umgjörð peningastefnunnar. Hún mun vinna með sérfræðingum innanlands og utan að því yfirlýsta markmiði að finna leið til þess að auka gengisstöðugleika. Ef þetta er mögulegt þá finnur þessi hópur leið.“ Í sama viðtali segir hann vel hægt að hugsa sér tengingu krónunnar við aðra mynt eða myntkörfu. Það er ekki í boði að sögn Bjarna.

Athygli vakti þegar ný ríkisstjórn var mynduð í janúar að málefni Seðlabankans voru færð úr fjármálaráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið. Í kosningabaráttunni hafði Viðreisn lagt mikla áherslu á mynt- og peningamál og annað sem snertir Seðlabankann með beinum hætti. Við stjórnarmyndunina komu flokkarnir sér þó saman um að Bjarni Benediktsson færi áfram með þennan málaflokk þrátt fyrir að hann færi yfir í annað ráðuneyti. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er samband Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar afar stirt. Þann 13. mars síðastliðinn tókust frændurnir á í þingsal. Benedikt gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að aflandskrónuuppboði í fjármálaráðherratíð Bjarna. Bjarni svaraði gagnrýninni og sagði um eftiráspeki að ræða. Í síðustu viku sagði Bjarni að hann vildi ekki að fram færi frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna upp úr aldamótunum, en Benedikt lýsti gagnstæðri skoðun. „Svar mitt er einfalt. Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði hann á Alþingi. Það hvernig stjórnarherrarnir tala nú í kross í erlendum fjölmiðlum er enn ein vísbendingin um að gjá hafi skapast á milli þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár