Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gjá milli Bjarna og Benedikts: Tala í kross í erlendum fjölmiðlum

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra slær hug­mynd­ir Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar um fast­teng­ingu krón­unn­ar við ann­an gjald­mið­il út af borð­inu í við­tali við Bloom­berg.

Gjá milli Bjarna og Benedikts: Tala í kross í erlendum fjölmiðlum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að fasttenging krónunnar við evru eða pund sé ekki á döfinni þrátt fyrir orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um að slíkt sé til skoðunar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg í dag þar sem rætt er við forsætisráðherra. 

Haft var eftir fjármálaráðherra á vef Financial Times í gær að til skoðunar væri að tengja íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. Fram kom að honum þætti „absúrd“ að tengja krónuna við Kanadadollara eða norsku krónuna, enda hafi gengi þeirra gjaldmiðla fallið meðan íslenska krónan hafi styrkst umtalsvert síðustu mánuði. Hins vegar mætti skoða valkosti á borð við að tengja krónuna við evru eða pund. Ríkjandi ástand í myntmálum væri óþolandi og breytinga þörf. Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í dag hafnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra því alfarið að fasttenging krónunnar við annan gjaldmiðil sé á döfinni. 

Athygli vekur að fyrirsögn fréttar Financial Times er “Iceland weighs plan to peg krona to another currency” en fyrirsögnin hjá Bloomberg fréttastofunni er “Iceland Won’t Peg Currency for the Foreseeable Future, PM Says”. Þá segir í frétt Bloomberg að Bjarni hafi lagt áherslu á kosti fljótandi gengis sem heppilegs fyrirkomulags til að hjálpa hagkerfum að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta bendi til þess að orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra endurspegli ekki sjónarmið yfirmanns hans, forsætisráðherrans (orðrétt: “suggesting the finance minister’s comments don’t necessarily reflect the views of his boss”). 

Í viðtalinu við Bloomberg bendir Bjarni á að nefnd ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnunnar leggi það til grundvallar vinnu sinni að íslenska krónan verði gjaldmiðill Íslands um fyrirsjáanlega framtíð. 

Í viðtali við Benedikt Jóhannesson sem birtist á Eyjunni í dag segist hann bjartsýnn á að fram náist breytingar á fyrirkomulagi peninga- og gjaldmiðilsmála. „Já, ég er bjartsýnn á það. Við vorum að skipa nefnd um umgjörð peningastefnunnar. Hún mun vinna með sérfræðingum innanlands og utan að því yfirlýsta markmiði að finna leið til þess að auka gengisstöðugleika. Ef þetta er mögulegt þá finnur þessi hópur leið.“ Í sama viðtali segir hann vel hægt að hugsa sér tengingu krónunnar við aðra mynt eða myntkörfu. Það er ekki í boði að sögn Bjarna.

Athygli vakti þegar ný ríkisstjórn var mynduð í janúar að málefni Seðlabankans voru færð úr fjármálaráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið. Í kosningabaráttunni hafði Viðreisn lagt mikla áherslu á mynt- og peningamál og annað sem snertir Seðlabankann með beinum hætti. Við stjórnarmyndunina komu flokkarnir sér þó saman um að Bjarni Benediktsson færi áfram með þennan málaflokk þrátt fyrir að hann færi yfir í annað ráðuneyti. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er samband Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar afar stirt. Þann 13. mars síðastliðinn tókust frændurnir á í þingsal. Benedikt gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að aflandskrónuuppboði í fjármálaráðherratíð Bjarna. Bjarni svaraði gagnrýninni og sagði um eftiráspeki að ræða. Í síðustu viku sagði Bjarni að hann vildi ekki að fram færi frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna upp úr aldamótunum, en Benedikt lýsti gagnstæðri skoðun. „Svar mitt er einfalt. Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði hann á Alþingi. Það hvernig stjórnarherrarnir tala nú í kross í erlendum fjölmiðlum er enn ein vísbendingin um að gjá hafi skapast á milli þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár