Bandaríska alríkislögreglan (FBI) gerði húsleit á heimili blaðamanns Washington Post í dag, að sögn dómsmálaráðherra, sem bætti við að yfirvöld væru að rannsaka meintan leka úr Pentagon til blaðamannsins, sem hefur skrifað um niðurskurð á alríkisstörfum.
„Að beiðni stríðsmálaráðuneytisins framkvæmdu dómsmálaráðuneytið og FBI húsleit á heimili blaðamanns Washington Post sem var að afla sér og greina frá leynilegum og ólöglega leknum upplýsingum frá verktaka Pentagon,“ sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra.
Washington Post sagði það „mjög óvenjulegt og harkalegt af hálfu lögregluyfirvalda að gera húsleit á heimili blaðamanns“ og að alríkisfulltrúar hefðu leitað á heimili hennar og í tækjum hennar og lagt hald á síma hennar og tvær fartölvur.


















































Athugasemdir (1)