Alríkislögreglan leitaði á heimili blaðamanns

Stríðs­mála­ráðu­neyti Trumps fékk dóms­mála­ráðu­neyt­ið til að gera hús­leit á heim­ili blaða­manns Washingt­on Post.

Alríkislögreglan leitaði á heimili blaðamanns
Beittu lögreglu vegna umfjöllunar Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, með forsetanum Donald Trump. Mynd: AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) gerði húsleit á heimili blaðamanns Washington Post í dag, að sögn dómsmálaráðherra, sem bætti við að yfirvöld væru að rannsaka meintan leka úr Pentagon til blaðamannsins, sem hefur skrifað um niðurskurð á alríkisstörfum.

„Að beiðni stríðsmálaráðuneytisins framkvæmdu dómsmálaráðuneytið og FBI húsleit á heimili blaðamanns Washington Post sem var að afla sér og greina frá leynilegum og ólöglega leknum upplýsingum frá verktaka Pentagon,“ sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra.

Washington Post sagði það „mjög óvenjulegt og harkalegt af hálfu lögregluyfirvalda að gera húsleit á heimili blaðamanns“ og að alríkisfulltrúar hefðu leitað á heimili hennar og í tækjum hennar og lagt hald á síma hennar og tvær fartölvur.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Fasisma-orkan sem streymir frá hinum appelsínugula og fylgdarhnöttum hans fer sífellt vaxandi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár