Gerir eitthvað með Grænland „hvort sem þeim líkar betur eða verr“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist þurfa að taka Græn­land hvort sem Græn­lend­ing­um lík­ar bet­ur eða verr.

Gerir eitthvað með Grænland „hvort sem þeim líkar betur eða verr“
Donald Trump Stefna stjórnar hans er að taka Grænland og innlima í Bandaríkin. Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna – sem hefur ekki farið leynt með þá ósk sína að ná yfirráðum yfir Grænlandi, sem er sjálfstjórnarsvæði innan danska konungdæmisins – sagði í dag að hann myndi taka á málinu af fullum þunga.

„Ég myndi vilja gera samning, þú veist, á auðveldan hátt. En ef við gerum það ekki á auðveldan hátt, þá munum við gera það á erfiðan hátt,“ sagði Trump á fundi í Hvíta húsinu með stjórnendum olíufyrirtækja.

Hann sagði að hann ætlaði „að gera eitthvað varðandi Grænland, hvort sem þeim líkar betur eða verr.“

Trump heldur því ranglega fram að Grænland sé umkringt kínverskum og rússneskum skipum. „Ef við gerum það ekki munu Rússland eða Kína taka yfir Grænland,“ segir hann.

Með afstöðu sinni vísaði Bandaríkjaforseti á bug grundvallarreglu NATO um að árás á eitt land jafngildi árás á þau öll og gaf í skyn að hann myndi aðeins verja Grænland ef Bandaríkin stjórnuðu svæðinu beint.

„Þegar við eigum það, verjum við það,“ sagði Trump. „Þú verð leigusamninga ekki á sama hátt. Þú verður að eiga það.“

Trump segir að yfirráð yfir Grænandi, sem er auðugt af náttúruauðlindum, séu mikilvæg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna í ljósi aukinnar hernaðarumsvifa Rússlands og Kína á norðurslóðum. Hins vegar hafa Bandaríkin dregið mjög úr umsvifum sínum á Grænlandi, þrátt fyrir að hafa varnarsamning sem heimilar meiri viðveru.

Forsetinn sagði að Danmörk gerði aðeins tilkall til Grænlands vegna „þess að bátur frá þeim lenti þar fyrir 500 árum,“ og virtist þar með afskrifa bæði meginregluna um landhelgisrétt og vilja grænlensku þjóðarinnar.

Bandaríkin viðurkenndu formlega yfirráð Dana yfir Grænlandi í sáttmála frá 1916 þar sem Jómfrúreyjar í Karíbahafi voru afhentar Bandaríkjunum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár