Donald Trump, forseti Bandaríkjanna – sem hefur ekki farið leynt með þá ósk sína að ná yfirráðum yfir Grænlandi, sem er sjálfstjórnarsvæði innan danska konungdæmisins – sagði í dag að hann myndi taka á málinu af fullum þunga.
„Ég myndi vilja gera samning, þú veist, á auðveldan hátt. En ef við gerum það ekki á auðveldan hátt, þá munum við gera það á erfiðan hátt,“ sagði Trump á fundi í Hvíta húsinu með stjórnendum olíufyrirtækja.
Hann sagði að hann ætlaði „að gera eitthvað varðandi Grænland, hvort sem þeim líkar betur eða verr.“
Trump heldur því ranglega fram að Grænland sé umkringt kínverskum og rússneskum skipum. „Ef við gerum það ekki munu Rússland eða Kína taka yfir Grænland,“ segir hann.
Með afstöðu sinni vísaði Bandaríkjaforseti á bug grundvallarreglu NATO um að árás á eitt land jafngildi árás á þau öll og gaf í skyn að hann myndi aðeins verja Grænland ef Bandaríkin stjórnuðu svæðinu beint.
„Þegar við eigum það, verjum við það,“ sagði Trump. „Þú verð leigusamninga ekki á sama hátt. Þú verður að eiga það.“
Trump segir að yfirráð yfir Grænandi, sem er auðugt af náttúruauðlindum, séu mikilvæg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna í ljósi aukinnar hernaðarumsvifa Rússlands og Kína á norðurslóðum. Hins vegar hafa Bandaríkin dregið mjög úr umsvifum sínum á Grænlandi, þrátt fyrir að hafa varnarsamning sem heimilar meiri viðveru.
Forsetinn sagði að Danmörk gerði aðeins tilkall til Grænlands vegna „þess að bátur frá þeim lenti þar fyrir 500 árum,“ og virtist þar með afskrifa bæði meginregluna um landhelgisrétt og vilja grænlensku þjóðarinnar.
Bandaríkin viðurkenndu formlega yfirráð Dana yfir Grænlandi í sáttmála frá 1916 þar sem Jómfrúreyjar í Karíbahafi voru afhentar Bandaríkjunum.





















































Athugasemdir