Evrópuleiðtogar segjast munu verja fullveldi eftir yfirlýsingar Trumps

Trump ít­rek­aði í nótt áform Banda­ríkj­anna um að taka yf­ir Græn­land, en Evr­ópu­leið­tog­ar svara með yf­ir­lýs­ingu.

Evrópuleiðtogar segjast munu verja fullveldi eftir yfirlýsingar Trumps
Evrópuleiðtogar Myndin sýnir Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Mynd: AFP

Hópur evrópskra leiðtoga lýstu í dag yfir stuðningi sínum við Danmörku eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði áhuga á að innlima Grænland.

Leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýskalands, Ítalíu, Póllands og Spánar, auk Danmerkur, sögðu að fullveldi, landhelgi og friðhelgi landamæra væru „algildar frumreglur“ sem þeir muni halda áfram að verja“.

Hernaðaríhlutun Washington í Venesúela hefur vakið aftur ótta um áform Trumps varðandi Grænland, sem býr yfir ónýttum sjaldgæfum jarðmálmum og gæti orðið mikilvægur þátttakandi þegar heimskautaísinn bráðnar og nýjar siglingaleiðir opnast.

Grænland er á stystu flugskeytaleiðinni milli Rússlands og Bandaríkjanna og Bandaríkjaher er þegar með herstöð þar.

Þar sem ástandið í Venesúela er meira aðkallandi, sagði Trump léttúðugur á sunnudag að „við munum hafa áhyggjur af Grænlandi eftir um það bil tvo mánuði“. Þá sagðist hann vilja ræða Grænland eftir 20 daga. Ráðgjafi Trumps, Stephen Miller, sagði í viðtali við CNN í nótt að Bandaríkin færu með valdið í NATO og að enginn myndi berjast gegn þeim tækju þau Grænland yfir.

Í sameiginlegri yfirlýsingu evrópsku leiðtoganna sagði: „Öryggi á norðurslóðum er áfram forgangsmál fyrir Evrópu og er mikilvægt fyrir alþjóðlegt og Atlantshafsöryggi.“

„NATO hefur gert ljóst að norðurskautssvæðið er forgangsmál og evrópskir bandamenn eru að byggja sig upp.“

„Við og mörg önnur bandalagsríki höfum aukið viðveru okkar, umsvif og fjárfestingar til að halda norðurslóðum öruggum og fæla andstæðinga frá.“

Þeir lögðu áherslu á að Danmörk – þar með talið Grænland – væri hluti af NATO.

„Öryggi á norðurslóðum verður því að tryggja sameiginlega, í samvinnu við bandamenn NATO, þar á meðal Bandaríkin, með því að halda í heiðri meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal fullveldi, landhelgi og friðhelgi landamæra,“ sögðu leiðtogarnir.

„Þetta eru algildar frumreglur og við höldum áfram að verja þær.“

Yfirlýsingin var undirrituð af Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.

Þeir bættu við að Bandaríkin væru „nauðsynlegur samstarfsaðili í þessu verkefni“.

„Grænland tilheyrir þjóð sinni. Það er á valdi Danmerkur og Grænlands, og þeirra einna, að ákveða mál sem varða Danmörku og Grænland,“ sögðu þeir.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Það er ómögulegt að vera diplómatískur við þá sem hafa hafnað diplómatískum samskiptum. Farið yfir atburðina frá 6. janúar 2021, fyrir nákvæmlega 5 árum. Hvergi sést andlit skrímslisins betur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár