Innanbúðarkona boðar að Grænland verði bráðum bandarískt

Fyrr­ver­andi tals­mað­ur úr Trump-stjórn­inni og eig­in­kona eins helsta hug­mynda­fræð­ings henn­ar seg­ir að Græn­land verði bráð­um banda­rískt.

Innanbúðarkona boðar að Grænland verði bráðum bandarískt
Katie Miller Segir Grænland vera næst á dagskrá. Mynd: Wikipedia / By Office of the Vice President

Skömmu eftir að bandarískum hersveitum tókst að handsama þjóðarleiðtoga Venesúela birti áhrifakona úr MAGA-hreyfingunni sem styður Donald Trump Bandaríkjaforseta kort af Grænlandi með bandaríska fánanum yfir öllu landsvæðinu. „BRÁÐUM,“ skrifaði konan, Katie Miller, í færslu sinni á X.

Donald Trump kynnti í gær áform Bandaríkjanna um beina stjórn Venesúela og fyrirætlanir um að bandarísk fyrirtæki noti olíuauðlindir landsins. Engu að síður var hernaðaraðgerðin sem kollsteypti einræðssinnaðri stjórn Niculas Maduros í Venesúela gerð undir því yfirskini að hann væri eftirlýstur vegna ákæru fyrir aðild að fíkniefnasmygli.

Katie Miller er starfsmaður Elons Musk, ríkasta manns heims, sem lagði lóð sitt á vogarskálarnar til að fá Trump kjörinn aftur sem forseta haustið 2024. Hún var áður talsmaður heimavarnaráðuneytis Trumps frá 2017 til 2019 og talsmaður varaforseta Bandaríkjanna 2019 til 2020.

Hún er eiginkona Stephens Miller, sem hefur verið ráðgjafi Trumps í innsta hring frá því á fyrra kjörtímabili hans. Miller hefur vakið athygli fyrir að öfgakenndar skoðanir sínar og verið gagnrýndur fyrir að vera andlýðræðislegur í viðhorfum.

Bandarískt GrænlandKatie Miller, starfsmaður Elons Musk og innanbúðarkona í MAGA-hreyfingunni, segir að Grænland verði brátt bandarískt.

Trump hefur ítrekað lýst yfir „þörf“ Bandaríkjanna til að yfirtaka og innlima Grænland, sem er hluti af danska konungsríkinu og hefur stefnt að sjálfstæði á næstu árum. Í desember skipaði Trump sérstakan sendifulltrúa gagnvart Grænlandi.

Erindrekinn, Jeff Landry, ríkisstjóri Louisiana, hét því strax að gera Grænland „að hluta af Bandaríkjunum“.

„Við þurfum á því að halda vegna þjóðaröryggis. Við verðum að fá það,“ sagði forsetinn og bætti við að Landry „vildi leiða þá sókn“.

Bandaríkin hafa herstöð í Pituffik nyrst á Grænlandi og opnuðu ræðismannsskrifstofu á eyjunni í júní 2020.

Í ágúst kallaði danska utanríkisráðuneytið bandaríska sendifulltrúann á sinn fund eftir að að minnsta kosti þrír bandarískir embættismenn nákomnir Trump sáust í Nuuk, höfuðborg Grænlands, reyna að komast að því hvernig fólki litist á aukin tengsl við Bandaríkin.

Einbeittur vilji Trumps til að taka yfir Grænland kom Dönum á óvart, en Danmörk er samherji í NATO og hefur barist við hlið Bandaríkjanna í stríðum þeirra í Afganistan og Írak.

Í janúar tilkynntu stjórnvöld í Kaupmannahöfn um 2,0 milljarða dala áætlun um að auka hernaðarviðveru sína á norðurslóðum.

Talsmenn Grænlands hafa ítrekað hafnað viðleitni Bandaríkjanna og beðið Trump að hætta. „Ég mun ávallt berjast fyrir frelsi okkar og rétti til að ákveða sjálf og móta framtíð okkar,“ sagði forsætisráðherra Grænlands, Jens-Frederik Nielsen í jólakveðju sinni á Þorláksmessu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár