Stórauka gjaldtöku á erlenda ferðamenn

Banda­rísk yf­ir­völd ætla að rukka út­lend­inga um meira en 30 þús­und krón­ur fyr­ir passa til að heim­sækja marga þjóð­garða og láta þá þannig fjár­magna við­hald þeirra. Ís­lensk yf­ir­völd hættu við að rukka 2.400 krón­ur með nátt­úrupassa.

Stórauka gjaldtöku á erlenda ferðamenn
Yosemite-garðurinn Einn vinsælasti þjóðgarður Bandaríkjanna er Yosemite-park í Kaliforníu. Hér er svokölluð mist-trail. Aðgangur kostar 35 dali fyrir hverja bifreið eða 20 dali á mann. Mynd: Shutterstock

Erlendir ferðamenn sem heimsækja þjóðgarða í Bandaríkjunum, þar á meðal Miklagljúfur og Yellowstone, þurfa nú að greiða hátt aukagjald, að því er ríkisstjórn Trumps tilkynnti í dag.

Innanríkisráðuneytið, sem rekur hina rómuðu þjóðgarða Bandaríkjanna, sagði að frá og með árinu 2026 þurfi gestir erlendis frá að greiða 100 dollara (13 þúsund krónur) til viðbótar við aðgangseyri hvers garðs til að komast inn á 11 af vinsælustu áfangastöðunum í kerfinu.

Kostnaður við árspassa í alla garðana mun á sama tíma meira en þrefaldast í 250 dollara (32 þúsund krónur) fyrir þá sem ekki eru búsettir í landinu.

„Forysta Trumps forseta setur bandarískar fjölskyldur alltaf í fyrsta sæti,“ sagði Doug Burgum innanríkisráðherra í yfirlýsingu.

„Þessar reglur tryggja að bandarískir skattgreiðendur, sem þegar styðja við þjóðgarðakerfið, njóti áfram aðgangs á viðráðanlegu verði, á meðan alþjóðlegir gestir leggja sitt af mörkum til að viðhalda og bæta garðana okkar fyrir komandi kynslóðir.“

Þjóðgarðarnir 63, sem lengi hafa verið taldir gimsteinn í bandarískri ferðaþjónustu, fá hundruð milljóna gesta á ári – tæplega 332 milljónir árið 2024, samkvæmt Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna.

Staðlað verð á „America the Beautiful“-passa, sem veitir ótakmarkaðan aðgang í eitt ár, er nú 80 dollarar (10 þúsund krónur) fyrir alla kaupendur. Gjaldið mun því þrefaldast fyrir útlendinga.

Fyrir dagsheimsóknir rukka sumir garðar gjöld miðað við ökutæki og aðrir miðað við einstakling – árspassinn gildir fyrir alla farþega auk passahafans, eða allt að fjóra fullorðna.

Einstaklingar sem ekki eru búsettir í Bandaríkjunum og kaupa árspassa þurfa ekki að greiða 100 dollara aukagjaldið við inngang í mest heimsóttu garðana, þar á meðal Everglades í Flórída, Acadia í Maine og Yosemite í Kaliforníu, en það gjald mun eiga við um alla aðra erlenda gesti.

Aðdragandinn er að Donald Trump forseta gaf út forsetatilskipun í júlí, sem ætlað var að „vernda“ garðana fyrir „bandarískar fjölskyldur“. Tilskipunin leiðir af sér verulegan aukakostnað fyrir flesta útlendinga, en bandarískir ríkisborgarar og fastir íbúar verða ekki fyrir áhrifum.

„Þeir sem ekki eru búsettir í landinu munu greiða hærra gjald til að styðja við umhirðu og viðhald garða Bandaríkjanna,“ stóð í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið lagði einnig áherslu á „þjóðrækna gjaldfrjálsa daga“ fyrir íbúa sem myndu fela í sér Forsetadaginn, Uppgjafardaginn og afmælisdag Trumps, sem ber einmitt upp á árlegan fánadag, 14. júní.

Flestir þjóðgarðar í Bandaríkjunum veita aðgang án greiðslu. Um einn af hverjum fjórum rukkar fyrir aðgang og er þá gjarnan um margra daga passa að ræða. Kostnaðurinn í þeim vinsælustu er gjarnan frá 20 til 35 dollurum, eða um 2.500 til 4.500 krónur, fyrir hverja bifreið til sjö daga.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Þótt fyrr hefði verið. Lagmark að ferðamenn og erlendir óligarkar greið fyrir allar samgöngur a Íslandi. Almenningur hefur þurft að bera allan kostnað af veru þeirra hér. Þeir einu sem hafa haft eitthvað uppúr því að veita þeim aðgang að náttúru og innviðum landsins eru kaupmenn og fólk í ferðabransanum. A meðan innviðir og öll velfrrð grotnar niður á okkar kostnað. Sveiattann👿
    0
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Það er nokk sama hvað kostar hjá Trump ekki fer ég til USA meðan þetta gerpi er forseti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár