Xi ræddi við Trump um að taka Taívan

Leið­tog­ar Kína og Banda­ríkj­anna töl­uðu sam­an í síma á sama tíma og Úkraína fær úr­slita­kosti um að sam­þykkja kröf­ur Rúss­lands.

Xi ræddi við Trump um að taka Taívan
Xi og Trump Þíða hefur verið í samskiptum forseta Kína og Bandaríkjanna. Mynd: AFP / Samsett mynd

Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf og málefni Taívans í símtali í dag, að því er ríkisfréttastofa Kína, Xinhua, greinir frá.

Xi sagði við Trump að löndin tvö ættu að „viðhalda skriðþunga í samskiptum sínum“, að sögn Xinhua, eftir fund í Suður-Kóreu í síðasta mánuði þar sem leiðtogarnir tveir reyndu að draga úr hörðu viðskiptastríði.

Xinhua sagði að Xi hefði einnig „áréttað að sameining Taívans við Kína á ný væri mikilvægur hluti af alþjóðaskipan eftirstríðsáranna“.

Kína gerir tilkall til lýðræðisríkisins Taívans og segir eyjuna hluta af yfirráðasvæði sínu. Kínversk stjórnvöld hafa hótað að beita valdi til að ná þar yfirráðum.

Trump og Xi hittust í október í fyrsta sinn síðan 2019 og áttu í viðræðum sem fylgst var náið með, þar sem tvö stærstu hagkerfi heims hafa verið í viðskiptastríði.

Deilur stjórnvalda í Washington og Peking, sem ná yfir allt frá sjaldgæfum jarðmálmum til sojabauna og hafnargjalda, hafa skekið markaði og truflað aðfangakeðjur mánuðum saman.

Xi sagði við Trump í dag að „árangursríkur“ fundur í Suður-Kóreu „hefði hjálpað til við að stilla stefnuna og gefa skriðþunga í stöðuga framrás risaskips samskipta Kína og Bandaríkjanna“, eins og Xinhua orðar það.

Frá fundinum hafa samskipti Kína og Bandaríkjanna „verið stöðug og haldið áfram að batna, sem hefur verið fagnað víða af báðum löndum og alþjóðasamfélaginu“, bætti Xi við.

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur talin vera lærdómsrík fyrir kínversk stjórnvöld sem íhuga að sama skapi innrás í Taívan. Rússum hefur gengið verr en talið var fyrirfram að knýja Úkraínu til uppgjafar, en á móti hafa viðskiptaþvinganir ekki náð að beygja Rússland frá áframhaldandi stríði sem nú nálgast fjögur ár. Þá liggur nú fyrir að bandarísk stjórnvöld eru því sem næst hætt að styðja Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi og hefur Trump gefið úkraínskum stjórnvöldum frest fram á fimmtudag til að verða við friðartillögum Bandaríkjanna, sem hafa verið kallaðar „óskalisti Pútíns“ vegna þess hversu hliðhollar þær eru Rússum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu