Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Guðni kallar eftir miklum breytingum á stjórnarskránni

Guðni Th. Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands, kall­ar eft­ir breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá sem snúa að embætti for­set­ans og stöðu ís­lenskr­ar tungu, auk þess sem hann vill færa mann­rétt­indakafl­ann fremst. Hann vill ekki setja auð­linda­ákvæði með þeirri vinnu vegna póli­tískra deilna um það.

Guðni kallar eftir miklum breytingum á stjórnarskránni
Guðni Th. Jóhannesson með öðrum forsetum Fyrrverandi forseti, sem lét af embætti þegar Halla Tómasdóttir tók við í fyrra, kallar eftir miklum breytingum á stjórnarskránni. Mynd: Valgarður Gíslason

uðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, kallar eftir því að endurskoðuð stjórnarskrá verði tilbúin árið 2030 í tilefni af því að ellefu aldir verði liðnar frá stofnun Alþingis.

Kallar hann eftir því að hlutverk forseta verði skýrt, mannréttindakaflinn færður fremst og að íslensk tunga verði vernduð í stjórnarskránni.

Guðni hélt erindi í Háskólanum á Akureyri 5. nóvember síðastliðinn með yfirskriftina: „Af hverju er ekki lengur hægt að breyta stjórnarskrá lýðveldisins?“ Hann nefndi að erindið væri flutt með öðrum anda en hann hefði gert þegar hann enn var í embætti og sagði yfirskriftina kannski frekar eiga að vera hvers vegna svo erfitt sé orðið að breyta stjórnarskránni.

Í erindinu rifjaði Guðni það upp hvernig stjórnarskráin var staðfest við stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 1944. Á þeim tíma hafi öllum stjórnmálamönnum verið ljóst að hana hafi einungis átt að nýta til bráðabirgða, þar á meðal Sveini Björnssyni, sjálfum forseta Íslands. Guðni sagði stjórnarskrána skrifaða með konungsríki í huga enda byggða á þeirri dönsku.

„Þetta gekk alveg og þetta gengur alveg,“ sagði Guðni. „En eigum við að hafa stjórnarskrá þar sem við segjum við sjálf okkur og aðra: „Þetta gengur alveg, auðvitað er þetta ekki alveg gott svona, en þetta er allt í lagi?“ Stjórnarskrá! Stjórnarskrá lýðveldisins! Ég er ekki viss um að það sé metnaður okkar.“

Sagði hann það ekki satt að stjórnarskránni hefði alltaf verið breytt í mikilli sátt og nefndi söguleg dæmi því til stuðnings. „Við getum ekki leyft það að hver og einn sem er á móti - finnst þetta ekki nóg eða of mikið, er ekki sáttur - þá gerist ekki neitt. Það þarf að stíga yfir þann þröskuld og þá mun eitthvað gerast.“

Óskýr kafli um forsetann

Guðni ræddi þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar og málskotsréttinn. Sagði hann samband embættisins við þjóðina vera öðruvísi - hvorki verra né betra - en þegar lýðveldið var stofnað. „Að vera forseti 2024 er allt annað en að vera forseti 1944 ef litið er til sambands þjóðar við forseta.“

Vísaði hann til þess þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar dró til baka fjölmiðlalögin svokölluðu í stað þess að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2004 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði beitt málskotsréttinum í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Allt sæmilegt fólk og óspillt, kallar eftir því sama. Stjórnmálamenn upplysa gerræðisstjórnun sína, með því að þegja þunnu hljóði um nýju stjórnarskrána.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu