Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?

Stjórn­ar­skránni hef­ur ekki ver­ið breytt var­an­lega í fjórð­ung af öld þrátt fyr­ir ít­rek­aða end­ur­skoð­un, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og ít­rek­aða hvatn­ingu for­seta Ís­lands. Heim­ild­in spurði álits­gjafa hverj­ar horf­urn­ar væru á því að stjórn­ar­skránni yrði breytt á síð­asta þing­vetri fyr­ir kosn­ing­ar á næsta ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?
Stjórnlagaráð Allir fimm forsætisráðherrar Íslands frá hruni hafa boðað breytingar á stjórnarskrá en ekkert hefur farið í gegn þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.

Stjórnarskrá Íslands var síðast breytt varanlega árið 1999 þegar formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi lögðu saman fram frumvarp um breytta kjördæmaskipan. Síðan þá hafa Íslendingar sjö sinnum kosið til Alþingis, horft upp á bankahrun, haldið þjóðfund, kosið til stjórnlagaþings, fengið drög að nýrri stjórnarskrá, kosið um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu, horft á málið daga uppi á þingi og séð hverja nefndina á fætur annarri skila inn tillögum um stjórnarskrárbreytingar til Alþingis.

Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarskráin haldist óbreytt. Nú síðast reyndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að ná sátt meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um breytingar en tókst það ekki á tveimur kjörtímabilum. Þá boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formennina á fund í júní til að ræða mögulegar breytingar á kjördæmaskipan, Landsdómi og lág­marks­fjölda meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar er niðurstöðu úr þeirri endurskoðun að vænta í haust.

„Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur …
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ákvæðin sem verður að samþykkja og vega þyngst á meðal meirihluta almennings eru auðlindarákvæði (stjórnlagaráðs) málskotsréttarákvæði (stjórnlagaráðs) og ákvæði um persónukjör og jafntvægi atkvæða, önnur ákvæði þó mikilvæg séu hafa ekki sömu vigt á meðal meirihluta almennings.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu