Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu

Ensku­mæl­andi ráð Mýr­dals­hrepps set­ur sig upp á móti því að skor­ið verði nið­ur í ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur í fjár­lög­um næsta árs. Tveir þriðju íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eru af er­lend­um upp­runa og lýsti einn íbúi í Vík því í sum­ar að fólk tal­aði alla jafna sam­an á ensku í bæn­um.

Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu

nskumælandi ráð Mýrdalshrepps mótmælir harðlega áformuðum niðurskurði ríkisstjórnarinnar til íslenskukennslu fyrir nýbúa í fjárlögum næsta árs. 

„Fréttir af niðurskurði til íslenskukennslu í fjárlagafrumvarpi 2026 slá okkur harkalega hér í Vík í Mýrdal þar sem yfir 67% íbúa hefur annað móðurmál en íslensku. Góð, skilvirk, og fjölbreytt íslenskukennsla fyrir öll er mikilvægur hluti af því að inngilding takist vel til,“ skrifar ráðið í nýlegri umsögn til fjárlaganefndar Alþingis

Bendir ráðið á að mikill ávinningur sé fólginn í því fyrir aðflutta að læra íslensku sem og samfélagið í heild. „Að hafa tök á tungumáli þess lands sem þú velur að búa í opnar dyr í allar áttir.“

Lækkar úr 564 milljónum í 361

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 361 milljón í íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári, sem er talsverð lækkun frá því í ár þegar framlagið nam 564 milljónum. Var fjárheimild málaflokksins lækkuð um 250 milljónir króna vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. 

„Hvernig má það vera að þetta sé staðan þegar skýrsla OECD varpar skýru ljósi á þá staðreynd að á Íslandi er minnstu varið í tungumálakennslu miðað við önnur lönd þrátt fyrir að fólksfjölgun á Íslandi sé sú mesta í samanburði við hin OECD-löndin?“ skrifar ráðið. 

Vísa þau þar í skýrslu sem birtist fyrir rúmu ári þar sem kemur fram að fjárveitingar á Íslandi séu aðeins brot af þeim sem tíðkist á öðrum Norðurlöndum til að kenna fólki þjóðtunguna. 

„Ólíkt öðrum OECD-ríkjum þar sem stór hópur er aðfluttur, hefur Ísland ekki enn mótað skýra stefnu í tungumálakennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Þar af leiðandi er Ísland eftirbátur annarra ríkja þegar það kemur að þáttum tengdum tungumálakennslu svo sem fjárveitingum, aðgengi að námskeiðum, kennslu kennara og samræmingu,“ segir í skýrslunni.

Í umsögninni spyr enskumælandi ráðið hvenær það eigi að móta stefnu sem bæði inngildi fólk inn í samfélagið og verndi íslenskuna. „Það kostar peninga að halda úti öflugri kennslu og það þarf ef eitthvað er að auka í heldur en að draga úr fjárveitingum“.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, hefur einnig gagnrýnt lækkunina í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta er auðvitað algerlega forkastanlegt. Í stað þess að gefa í og efla íslenskukennslu er fé til hennar skert stórlega.“ 

„Maður veit bara að það talar enginn íslensku“

Í sumar ræddi Heimildin við íbúa í Vík í Mýrdal sem lýsti því að eftir að hafa flust til Víkur hefði henni litið dálítið eins og hún væri stödd í útlöndum. En Guðrún Berndsen sagði að í Vík ávarpaði fólk hvert annað á ensku frekar en íslensku. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku.“

Þetta væri að sumu leyti furðulegt því fæstir hefðu íbúarnir ensku að móðurmáli. „Við erum öll að tala ensku og við erum Íslendingar og Pólverjar. Við tölum ekkert endilega góða ensku. Við getum verið að misskilja hvert annað.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Getum við ekki bara talað íslensku við útlendingana, þá neiðast þeir til að læra hana. Þannig lærði ég þýsku í þýskalandi. Það talaði enginn ensku við mig þar.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Íslenskan er eitt af elstu tungumálum sem töluð eru í norðanverðri Evrópu ef ekki það elsta og upprunalegasta. Danskan, norskan og sænskan tóku töluvert miklum breytingum á miðöldum ekki seinna en um 1200 að þessi mál verða fyrir áhrifum að sunnan að einkum þýsku, eitthvað frönsku og jafnvel pólsku og öðrum slavneskum málum. Þannig eru þau orð sem hefjast á be- og for- áhrif breytinga frá þýskunni, be-, ver- og vor-. Mjög fá orð íslenskunnar bera þessi einkenni.
    Ritmál hefst á Íslandi um 1100 sennilega vegna innleiðingar tíundarinnar. Þá þurfti að færa til bókar tekjur kirkjunnar, hverjir höfðu greitt og hvenær. Ekki síðar en veturinn 1117-1118 eru lögin færð í letur að tilstuðlan Hafliða Mássonar á Breiðabólsstað í Vestur-Húnavatssýslu.
    Þýskan verður bókmál með þýðingarstarfi Marteins Lúthers á fyrstu áratugum 16. aldar fyrst á Nýja testamentinu og síðar allri Biflíunni sem hann þýddi úr latínu. Luther mótar þýskt bókmál og staðlar en mállýskur (Dialekt) voru allsráðandi um gjörvallt Þýskaland.
    Við eigum að vera stolt af íslenskunni okkar og stuðla að viðgangi hennar. Það gerum við með því fremur að efla íslenskukennsluna en draga úr.
    Eg umgengst töluvert nýbúa og dáist að þeim hve þeir eru áhugasamir að nema íslenskuna, hlusta, lesa og tala. Eg forðast að nota önnur tungumál en ísensku þegar eg á samskipti við þetta góða og áhugasama fólk. Reyni eg þá að tala skýrt og hægt svo betur skiljist. Nýbúarnir sem sinna sínum störfum á Hjúkrunarheimili Eir í Grafarvogi þangað sem eg kem í hverri viku eru þakklátir. Þeir eiga allt gott skilið og vilja tala íslensku og fá hvatningu til þess.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár