Ég bý í Danmörku þar sem ég vinn með fötluðu fólki, en allt frá því að ég var krakki hef ég haft mikinn áhuga á fuglum og fuglaskoðun. Ég kom hingað til þess að sjá tvo mjög sjaldgæfa fugla, farfugla sem hafa villst hingað frá Bandaríkjunum á leiðinni til Mexíkó. Þetta er í annað og fjórða skipti sem þessir fuglar sjást í Evrópu svo þetta er virkilega sjaldgæft. Einn þeirra er hér í kringum Reykjavík en hinn er búinn að koma sér fyrir í Mæðragarðinum við Tjörnina. Um leið og ég frétti af þeim fór ég að skipuleggja ferð hingað til þess að sjá þá og var kominn fimm dögum síðar.
Einn af kostunum við þetta sem áhugamál er að fuglar eru alls staðar í heiminum. Hvar sem þú ert getur þú fylgst með fuglum, hlustað á þá syngja og leyft þeim að vera partur af þínu lífi. Á vissan …

















































Athugasemdir