Krefjast aðgerða vegna „ólöglegra viðskiptahátta fyrirtækja“

Neyt­enda­sam­tök­in og Fé­lag ís­lenskra bif­reiða­eig­enda vilja að grip­ið verði til að­gerða til varn­ar neyt­end­um vegna inn­heimtu­að­ferða bíla­stæða­fyr­ir­tækja. Þau setja með­al ann­ars út á inn­heimtu hárra van­greiðslukrafa og upp­lýs­inga­gjöf og gera kröfu um end­ur­greiðslu þjón­ustu­gjalda sem hafi ver­ið um­fram greidd.

Krefjast aðgerða vegna „ólöglegra viðskiptahátta fyrirtækja“

Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segja að daglega berist þeim fjöldi kvartana vegna ósanngjarnra viðskiptaskilmála bílastæðafyrirtækja, ruglingshættu milli gjaldskyldra bílastæða, hárra vangreiðslugjalda, órökstuddra greiðslukrafna, flækjustigi, skorti á merkingum, skorti á upplýsingum, brotum á réttindum P-korthafa og skorti á valmöguleikum til að borga fyrir afnot bílastæða.

Biðla samtökin bæði til rekstraraðila bílastæða og stjórnvalda að grípa til aðgerða til varnar neytendum vegna þessa.

Fyrr á þessu ári beitti Neytendastofa fjögur fyrirtæki, sem sinna bílastæðaþjónustu við gjaldskyld bílastæði, sektum vegna ólöglegra viðskiptahátta og upplýsingagjafar.

„Í ljósi ólöglegra viðskiptahátta fyrirtækja á þessu sviði, sem og ófullnægjandi samningsbundinna heimilda til innheimtu vangreiðslugjalda, er gerð krafa um að þjónustugjöld sem greidd hafa verið umfram skyldu verði endurgreidd til neytenda,“ segir í tilkynningu frá samtökunum tveimur.

Í andstöðu við góða viðskiptavenju

Neytendasamtökin og FÍB biðja bílastæðafyrirtækin að laga upplýsingagjöf sína, breyta kröfum þegar greitt er fyrir rangt stæði og hætta að krefja handhafa P-korta um vangreiðslur.

Rekstraraðila biðja samtökin að haga innheimtu vangreiðslugjalda líkt og lög kveði á um – það er að senda fólki skriflega innheimtuviðvörum og veita 10 daga frest til að greiða og upplýsa um andmælarétt. Hámarks kostnaður slíkrar viðvörunar má, að þeirra sögn, vera 1.178 krónur.

„Sá fyrirsláttur bílastæðafyrirtækja að þau annist innheimtuna fyrir sig sjálf á grundvelli leigusamninga og séu því ekki bundin af innheimtulögum er ósannfærandi,“ segir í tilkynningu FÍB og Neytendasamtakanna. 

Þá segja þau birtingu greiðslukröfu í heimabanka bíleigenda án skýringa vera með öllu ófullnægjandi „Bílastæðafyrirtæki getur ekki haft réttmætar væntingar um að fá slíka kröfu greidda.“

Samtökin segja það vera í andstöðu við góða viðskiptavenju og í trássi við samningalög að vangreiðslukröfur séu víða talsvert hærri en raunkostnaður við innheimtu. Raunar mætti efast um þörfina fyrir vangreiðslukröfu í ljósi þess að eitt fyrirtæki, Checkit.is, innheimti ekki slík gjöld á ýmsum ferðamannastöðum.

Neytendasamtökin og FÍB vekja máls á því að dæmi séu um að sveitarfélög hafi framselt heimild sína til innheimtu stöðugjalda til einkaaðila. Samkvæmt umferðarlögum má þó aðeins innheimta slík gjöld til að standa straum af rekstri og þjónustu á bílastæði. 

Segja samtökin að tilefni sé til að skoða hvort andvirði gjaldanna sé ráðstafað samkvæmt lagabókstafnum. 

Stjórnvöld eigi að grípa inn í

Samtökin biðja einnig stjórnvöld um að grípa til aðgerða í málaflokknum. Til dæmis með því að taka af skarið um að innheimta þjónustugjalda fyrir bílastæði lúti innheimtulögum, þar á meðal um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar um vangreiðslugjöld. 

Þá vilja þau að stjórnvöld geri þá kröfu að helstu greiðsluöpp fyrir bílastæði gildi á öllum bílastæðum. „Algeng ástæða vangreiðslu er þegar aðeins er hægt að borga fyrir bílastæði í gegnum eitt greiðsluapp og notandi er ekki með greiðslukort tengt við það app. Víða er aðeins hægt að nota eitt þessara appa. Fáum myndi detta í hug að leyfa aðeins eitt ákveðið greiðslukort í almennum rafrænum viðskiptum.“

Samtökin vilja að til að gjaldtaka teljist heimil á bílastæðum í einkaeigu þurfi henni að fylgja deiliskipulagsbreyting. Þá vilja þau að skilyrði vangreiðslukröfu verði að koma fyrir miða þess efnis fyrir á áberandi hátt á framrúðu viðkomandi bíls. 

Neytendasamtökin og FÍB vilja einnig að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að sett verði upp sameiginleg vefsíða bílastæðafyrirtækja og bílastæðasjóða sveitarfélaga með ítarlegum upplýsingum um gjaldskyld bílastæði. „Á vefsíðunni verði með einföldum hætti hægt að mótmæla greiðslukröfu frá hvaða bílastæðafyrirtæki eða bílastæðasjóði sem er. Ennfremur verði þar upplýsingar um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Mikil aukning á stuttum tíma

Heimildin hefur fjallað ítarlega um þá miklu aukningu sem hefur orðið á gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum um allt land. En nokkuð takmarkað regluverk virðist vera í kringum starfsemi þeirra. 

Eitt stærsta fyrirtækið, Parka, hefur verið harðlega gagnrýnt af FÍB. Þá helst vegna þess að álagning á vanrækslugjald vegna ógreiddra bílastæðagjalda eru að minnsta kosti 250 prósent hærri en upphaflega gjaldið. Algengasta verðið fyrir að leggja bíl við náttúruperlur landsins er um þúsund krónur, en vanrækslugjaldið getur verið allt að þrefalt það, eða um 3.500 krónur. Hæstu dæmin sem fjallað hefur verið um eru vanrækslugjöld upp á 4.500 krónur.

Neytendastofa greip til þess fyrr á þessu ári að sekta fyrirtæki sem sinna gjaldtöku á bílastæðum fyrir ólöglega viðskiptahætti og upplýsingagjöf. Hæstu sektina fékk Parka, eða milljón krónur, en önnur sektuð fyrirtæki voru Isavia, EasyPark og Green Parking. 

Í tilfelli Parka ályktaði eftirlitsstofnunin að fyrirtækið hefði brotið gegn reglugerð um viðskiptahætti „sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir með því að upplýsa neytendur ranglega um að þjónusta þess sé endurgjaldslaus.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    I lögum er það skilgreint að aðeins sveitarfélög geti lagt gjald á vangreidd stöðugjöld og það það þrátt fyrir að í lögum er að seðlabankinn segir til um hæstu lögleifðu dráttarvexti... ástæðan er sú að verið er að fyrirbyggja okurvexti og aukavexti undir nafngiftinni vanskilagjöld eða sektir. . Þessar sektir því þetta eru sektir eru stórfurðulegar því ekkert mál er að hafa hæstu greiðslu 5000 í stað fyrsta tímann á 230 td og gefa afslátt ef greitt er strax á 5000 kallinum. Auðvitað er þetta fjármálamisferli undir þykjustunafni... ekki til neitt sem heitir vangreiðslugjöld... og gott ef ekki sveitarfélögunum er bannað að nota greiðsluþjónstur nema þær uppfylli sérstök skilyrði. 86 grein nánar til tekið. Síendurtekin lögbrot og þjófnaður vegna ófullnægjandi tölvukerfa hefur ekki verið lagfært hvað þá ofteknar greiðslur skilað og bílastæðasjóður er þar ekki undanskilinn. Meðan mekanísku mælarnir voru við gjaldstæðin var þetta vandamál ekki til staðar en með tölvuvæðingunni hefur græðgjin heltekið mannskapinn. 2 milljónir túrista koma hingað á hverju ári og leigja bílaleigubíla, þeir vita ekkert hvað Psvæðin ná yfir enda engvar merkingar og fjöldi þeirra hefur greitt í bílastæðamælana... þegar þeir eru ekki bilaðir... júst í case... þegar þeir jafnvel bregða sér í næstu búð.... en innheimt fé er eyrnarmerkt stöðumælavörðum og viðhaldi bílastæða fyrst og fremst ...ekki einhverj sjóð þar sem sveitarfélögin leita sér aðfanga við gæluverkefni. Svo stæðamerking ætti að vera forgangsverkefni... því fyrir tölvuvæðinguna voru öll stæði sveitarfélagnna merkt.... með stöðumæli. Og fyrir þá sem ekki vita þá núlstillist mælingin ef þú framlengir stæðið... þ.e.a.s. þú borgar frá 8 til 3 en ákveður klukkan 12 að framlengja til 6... og hluti fyrri greiðslunnar hverfur... í vasann á bílastæðasjóð. Og þetta hefur viðgengist í nokkur ár og þeir vita af þessu... viðbragðið þegar ég benti þeim á þetta fyrir 2 árum... var.....hroki og hótanir. Erfitt að segja hversu miklu bílastæðasjóður og sveitarfélög hafa stolið af íslendinum og túristum en það hleypur á milljónum ef ekki tugmilljónum ... á ári. En líklega eftir að ég hafði sambandi við innviðaráðuneytið þá hafa menn farið í lagfæringar á tölvukerfin... 10 árum of seint.

    Allavega er ljóst að enginn hefur fengið endurgreitt haldlagðar ofgreiðslur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár