Ætlar að verja Venesúela gegn Bandaríkjunum með rússneskum loftvarnaflaugum

For­seti Venesúela boð­ar heræf­ing­ar til að mæta hern­að­ar­að­gerð­um Banda­ríkj­anna, sem saka hann um að stýra fíkni­efna­hring.

Ætlar að verja Venesúela gegn Bandaríkjunum með rússneskum loftvarnaflaugum
Niculas Maduro Bandaríkjaforseti játaði á dögunum að hann hefði heimilað leyniþjónustunni, CIA, „banvænar aðgerðir“ í Venesúela. Hann lýsir forseta landsins sem stjórnanda fíkniefnahrings. Mynd: b'Zurimar Campos'

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í gæræ að landið ætti 5.000 rússneskar loftvarnaeldflaugar til að bregðast við hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna á Karíbahafi.

Bandaríkjastjórn hefur sent laumuorrustuþotur og herskip á Karíbahafið sem hluta af því sem hún kallar aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og hefur sprengt að minnsta kosti átta skip sem hún sagði hafa verið að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna.

Venesúela hefur fordæmt hernaðaraðgerðirnar og sagt þær vera upptakt að því að steypa Maduro af stóli, en Bandaríkjastjórn sakar hann um að stýra fíkniefnahring.

Í sjónvarpsávarpi með æðstu herforingjum landsins sagði Maduro að Venesúela ætti rússneskar skammdrægar eldflaugar, þekktar sem Igla-S, „ekki færri en 5.000 í lykilstöðum loftvarna til að tryggja frið.“

Igla-S, sem er hönnuð til að granda lágt fljúgandi flugvélum, hefur verið notuð í heræfingum sem Maduro fyrirskipaði til að bregðast við hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna, sem hafa reitt leiðtoga víða í Suður-Ameríku til reiði.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, sem kallar sig nú stríðsmálaráðuneyti, hefur tilkynnt þinginu að Bandaríkin séu í „vopnuðum átökum“ við fíkniefnahringi í Suður-Ameríku, skilgreint þá sem hryðjuverkahópa og lýst grunuðum smyglurum sem „ólöglegum stríðsmönnum.“

Sérfræðingar segja að aftökur án dóms og laga séu ólöglegar, jafnvel þótt þær beinist að staðfestum fíkniefnasölum. Þannig var Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Fillipseyja, dæmdur af Alþjóðaglæpamáladómstólnum í Haag fyrir að fyrirskipa aftökur á grunuðum fíkniefnasölum.

Spenna hefur magnast á svæðinu og Kólumbía hefur kallað sendiherra sinn heim frá Washington vegna harðra deilna milli vinstri sinnaðs forseta landsins, Gustavo Petro, og Donalds Trump forseta.

Trump sagði í gær að hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna hefðu dregið verulega úr smygli á sjó og að þeir væru reiðubúnir að ráðast á fíkniefnasmyglara sem starfa á landi. Í gær sprengdu Bandaríkin í fyrsta sinn upp bát á Kyrrahafinu í þessari herferð gegn meintum fíkniefnasmyglurum, skammt frá strönd Kólumbíu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár