Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ætlar að verja Venesúela gegn Bandaríkjunum með rússneskum loftvarnaflaugum

For­seti Venesúela boð­ar heræf­ing­ar til að mæta hern­að­ar­að­gerð­um Banda­ríkj­anna, sem saka hann um að stýra fíkni­efna­hring.

Ætlar að verja Venesúela gegn Bandaríkjunum með rússneskum loftvarnaflaugum
Niculas Maduro Bandaríkjaforseti játaði á dögunum að hann hefði heimilað leyniþjónustunni, CIA, „banvænar aðgerðir“ í Venesúela. Hann lýsir forseta landsins sem stjórnanda fíkniefnahrings. Mynd: b'Zurimar Campos'

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í gæræ að landið ætti 5.000 rússneskar loftvarnaeldflaugar til að bregðast við hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna á Karíbahafi.

Bandaríkjastjórn hefur sent laumuorrustuþotur og herskip á Karíbahafið sem hluta af því sem hún kallar aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og hefur sprengt að minnsta kosti átta skip sem hún sagði hafa verið að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna.

Venesúela hefur fordæmt hernaðaraðgerðirnar og sagt þær vera upptakt að því að steypa Maduro af stóli, en Bandaríkjastjórn sakar hann um að stýra fíkniefnahring.

Í sjónvarpsávarpi með æðstu herforingjum landsins sagði Maduro að Venesúela ætti rússneskar skammdrægar eldflaugar, þekktar sem Igla-S, „ekki færri en 5.000 í lykilstöðum loftvarna til að tryggja frið.“

Igla-S, sem er hönnuð til að granda lágt fljúgandi flugvélum, hefur verið notuð í heræfingum sem Maduro fyrirskipaði til að bregðast við hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna, sem hafa reitt leiðtoga víða í Suður-Ameríku til reiði.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, sem kallar sig nú stríðsmálaráðuneyti, hefur tilkynnt þinginu að Bandaríkin séu í „vopnuðum átökum“ við fíkniefnahringi í Suður-Ameríku, skilgreint þá sem hryðjuverkahópa og lýst grunuðum smyglurum sem „ólöglegum stríðsmönnum.“

Sérfræðingar segja að aftökur án dóms og laga séu ólöglegar, jafnvel þótt þær beinist að staðfestum fíkniefnasölum. Þannig var Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Fillipseyja, dæmdur af Alþjóðaglæpamáladómstólnum í Haag fyrir að fyrirskipa aftökur á grunuðum fíkniefnasölum.

Spenna hefur magnast á svæðinu og Kólumbía hefur kallað sendiherra sinn heim frá Washington vegna harðra deilna milli vinstri sinnaðs forseta landsins, Gustavo Petro, og Donalds Trump forseta.

Trump sagði í gær að hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna hefðu dregið verulega úr smygli á sjó og að þeir væru reiðubúnir að ráðast á fíkniefnasmyglara sem starfa á landi. Í gær sprengdu Bandaríkin í fyrsta sinn upp bát á Kyrrahafinu í þessari herferð gegn meintum fíkniefnasmyglurum, skammt frá strönd Kólumbíu.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár