Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vilja sameina rekstur Tjarnarbíós og Iðnó

Sjálf­stæð­ir sviðslista­hóp­ar eru í vanda með rými und­ir sýn­ing­ar sam­kvæmt út­tekt. Til­lög­ur sem lagð­ar eru fyr­ir Reykja­vík­ur­borg snúa að bygg­ingu Dans­húss, óhefð­bundn­um rým­um og nýj­um „svört­um kassa“ með­al ann­ars.

Vilja sameina rekstur Tjarnarbíós og Iðnó
Tjarnarbíó Færri komast að en vilja í Tjarnarbíói en lagt er til að það sameinist við Iðnó til að mynda nýjan sviðslistarkjarna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sameina ætti Tjarnarbíó og Iðnó í öflugan sviðslistakjarna, reisa Danshús, finna stað fyrir svokallaðan „svartan kassa“ og fjárfesta í færanlegu leiksviði. Þetta eru tillögur sem lagðar eru fram í úttekt á húsnæðismálum sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu.

Úttektin var unnin af Vigdísi Jakobsdóttur, leikstjóra og menningarráðgjafa, að beiðni menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Hún var lögð fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkuborgar síðastliðinn föstudag.

„Hér er um að ræða afar spennandi og metnaðarfullar tillögur sem forsvarsmenn ráðsins munu fara vel yfir með nýjum ráðherra menningarmála,“ sagði í bókun meirihlutaflokkanna Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundi ráðsins.

Ekki pláss í stóru leikhúsunum

„Sjálfstæðir sviðslistahópar eru á miklum á hrakhólum með æfingahúsnæði,“ segir í úttektinni. „Mikið er verið að „redda sér“ og tími sem fæst á sviði á sýningarstað er oft mjög takmarkaður. Bæði æfingatími og sýningafjöldi skerðist vegna húsnæðisskorts.“

Þá segir að fjöldi æfinga- og sýningastaða uppfylli ekki öryggis- og heilbrigðiskröfur …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár