Sameina ætti Tjarnarbíó og Iðnó í öflugan sviðslistakjarna, reisa Danshús, finna stað fyrir svokallaðan „svartan kassa“ og fjárfesta í færanlegu leiksviði. Þetta eru tillögur sem lagðar eru fram í úttekt á húsnæðismálum sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu.
Úttektin var unnin af Vigdísi Jakobsdóttur, leikstjóra og menningarráðgjafa, að beiðni menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Hún var lögð fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkuborgar síðastliðinn föstudag.
„Hér er um að ræða afar spennandi og metnaðarfullar tillögur sem forsvarsmenn ráðsins munu fara vel yfir með nýjum ráðherra menningarmála,“ sagði í bókun meirihlutaflokkanna Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundi ráðsins.
Ekki pláss í stóru leikhúsunum
„Sjálfstæðir sviðslistahópar eru á miklum á hrakhólum með æfingahúsnæði,“ segir í úttektinni. „Mikið er verið að „redda sér“ og tími sem fæst á sviði á sýningarstað er oft mjög takmarkaður. Bæði æfingatími og sýningafjöldi skerðist vegna húsnæðisskorts.“
Þá segir að fjöldi æfinga- og sýningastaða uppfylli ekki öryggis- og heilbrigðiskröfur …
Athugasemdir