Tæpu ári eftir að bruni á meðferðarheimilinu Stuðlum dró son hans til dauða er Jón K. Jacobsen, einnig kallaður Nonni Lobo, enn að reyna að berjast við kerfið sem tókst ekki að grípa Geir Örn Jacobsen, 17 ára son hans.
Hann tekur undir málflutning foreldra sem segja úrræðaleysið algjört í málefnum ungs fólks með fíknivanda, en fagnar áformum umboðsmanns barna sem fór nú í vikunni fram á rannsókn á afdrifum barna sem hafa farið í meðferð á vegum ríkisins.
„Bylgjan er komin af stað. Nú þurfum við að klára þetta,“ segir Jón.
Álasar ekki starfsmönnunum
Rannsókn brunans á Stuðlum er enn ekki lokið, en líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum eru tveir starfsmenn með stöðu sakbornings. Sjálfur er Jón afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann beri ekki kala til starfsmannanna sem störfuðu „á plani“.
Greinilegt sé þó að réttum boðleiðum hafi ekki verið fylgt daginn sem …
Athugasemdir