Ég ætlaði að verða bakari og fór í MK en fannst það svo leiðinlegt, eða þá öllu heldur vinnutíminn, eins voru launin ekki beint í samræmi við vinnuframlagið svo ég skipti yfir í þjóninn.
Að námi loknu vann ég sem þjónn á VOX og Hilton Reykjavík Nordica frá árunum 2016 til 2018, en hætti þar um tíma og fór að vinna á Canopy-hótelinu þangað til í Covid. Þá fór ég aftur að vinna á VOX. Á þessum tíma var sá staður með þeim síðustu sem lögðu í alvöru þjónustu, þar sem borðin eru uppdúkuð, lögð fram hnífapör, vínparanir og sérglös fyrir hvert vín. Þetta er kannski gert í dag en það er orðið miklu sjaldgæfara.
Ég er búinn að sérmennta mig í víni, lærði í London í skóla sem heitir WSET og er að klára síðustu gráðuna þar og verð þá annar Íslendingurinn til þess að fá hana.
„Ég þreif …
 
            
        
    



















































Athugasemdir (1)