Þekkt er orðið að nemendur séu farnir að nota spunagreind eins og ChatGPT til að leysa fyrir sig skólaverkefni. The New York Times greindi nýlega frá því að kennarar vestanhafs séu einnig farnir að nota gervigreindina til að fara yfir verkefnin. Þetta hefur vakið spurningar í skólum um hvort nokkur sé að læra eða kenna lengur.
Heimildin ræddi við nemanda á þriðja ári í framhaldsskóla sem segist nota ChatGPT mikið við að leysa verkefni í skólanum. Eðli málsins samkvæmt vildi hann ekki koma fram undir nafni þar sem þessi játning gæti komið honum í klandur í skólanum.
„Ég stimpla lýsinguna á verkefninu inn og bið um eitthvað auka til að gera þetta aðeins mannlegra,“ segir nemandinn. „Ég læt hana skrifa þetta á ensku og þýða á íslensku sem ég laga sjálfur.“
Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann lent í vandræðum út af þessu segir nemandinn að það hafi aldrei gerst. …
Athugasemdir