Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Bardaginn er núna um mannshugann“

Bók­mennt­ir skrif­að­ar af gervi­greind telj­ast ekki til list­ar því í þær vant­ar til­finn­ing­ar höf­und­ar­ins að mati Berg­sveins Birg­is­son­ar rit­höf­und­ar. Hann lík­ir list­inni við skák, sem tölv­ur eru orðn­ar miklu betri í en mann­fólk, en samt held­ur fólk áfram að tefla.

„Bardaginn er núna um mannshugann“
Bergsveinn Birgisson Rithöfundurinn óttast frekar um móttakanda listarinnar en listamanninn sjálfan, nú á tímum gervigreindar. Mynd: Víkingur

Íslendingar hafa lengi kallað sig bókmenntaþjóð og landið sjálft sögueyju. Talað er um að sagnaarfurinn frá fyrstu landnemunum hafi borist til nýrra kynslóða sem skálda sínar bókmenntir í samræmi við íslenska arfleifð.

Með tilkomu spunagreindar (e. generative artificial intelligence) á borð við ChatGPT nýtist öll bókmenntasagan við að spinna nýtt efni. Þannig notaði til dæmis Bandaríkjamaðurinn Tim Boucher spunagreind strax árið 2023 til að „skrifa“ hundruð myndskreyttra bóka, selja þær og græða á þeim. Hann sagði Newsweek að hann hefði fengið þúsundir dollara fyrir bækurnar sem tók hann jafnvel aðeins þrjá klukkutíma hverja að skrifa. Spunagreindin væri þannig gott tól til að koma ímyndunarafli sínu í farveg.

En eru verk búin til af spunagreind list? Þessi umræða hefur undanfarin ár átt sér stað innan allra listgreina, allt frá tónlist og myndlist til kvikmynda og bókmennta.

Bergsveinn Birgisson, höfundur ljóðabóka og skáldsagna, meðal annars Svars við bréfi Helgu, hefur skrifað nýja …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína
MenningGervigreindin tekur yfir

Spenn­an við gervi­greind­ar-tónlist snýst upp í and­hverfu sína

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svein­björn Thor­ar­en­sen seg­ir traust­ið á milli tón­list­ar­manns­ins og hlust­and­ans rofna með til­komu tón­list­ar sem al­far­ið er gerð af gervi­greind. Spotify dreif­ir henni og Svein­björn seg­ir ástæð­una þá sömu og lengi hef­ur þekkst í brans­an­um: „Til þess að þurfa ekki að borga tón­listar­fólki.“

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár