Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Börn gerðu nektarmyndir með gervigreindarforriti

Dæmi eru um lög­reglu­mál þar sem börn hafa not­að gervi­greind­ar­tækni til að gera nekt­ar­mynd­ir af öðr­um börn­um. Lög­fræð­ing­ur hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir ís­lensk lög um dreif­ingu kyn­ferð­is­legs efn­is án leyf­is einnig ná yf­ir djúp­fals­an­ir.

Börn gerðu nektarmyndir með gervigreindarforriti
María Rún Bjarnadóttir Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir lögin sem ná utan um kynferðislegar djúpfalsanir skrifuð með framtíð tækniþróunar í huga. Mynd: Víkingur

Fjöldi forrita er aðgengilegur á netinu sem gerir notendum kleift að breyta ljósmyndum af fólki til að gera þær kynferðislegar. Dæmi eru um mál sem komið hafa upp hjá lögreglunni á Íslandi þar sem börn gerðu nektarmyndir af jafnöldrum sínum með aðstoð gervigreindar.

Svokallaðar djúpfalsanir, myndir eða myndbönd þar sem erfitt er að sjá að gervigreind hefur verið notuð til að eiga við efnið, eru orðin þekkt vandamál á alþjóðavísu. 16 ára unglingur í Kentucky svipti sig lífi eftir að honum barst hótun um að djúpfalsaðri nektarmynd af honum yrði dreift til vina og fjölskyldu ef hann borgaði ekki andvirði mörg hundruð þúsund króna. Bandaríkin hafa nú sett lög um dreifingu á slíku efni, stjórnvöld á Bretlandi og í Evrópusambandinu eru með þessi öpp í skoðun og í Ástralíu stendur nú til að banna öpp af þessu tagi alfarið.

Ísland er eitt af fyrstu löndunum sem er með sérstakt lagaákvæði …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína
MenningGervigreindin tekur yfir

Spenn­an við gervi­greind­ar-tónlist snýst upp í and­hverfu sína

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svein­björn Thor­ar­en­sen seg­ir traust­ið á milli tón­list­ar­manns­ins og hlust­and­ans rofna með til­komu tón­list­ar sem al­far­ið er gerð af gervi­greind. Spotify dreif­ir henni og Svein­björn seg­ir ástæð­una þá sömu og lengi hef­ur þekkst í brans­an­um: „Til þess að þurfa ekki að borga tón­listar­fólki.“

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár