Fjöldi forrita er aðgengilegur á netinu sem gerir notendum kleift að breyta ljósmyndum af fólki til að gera þær kynferðislegar. Dæmi eru um mál sem komið hafa upp hjá lögreglunni á Íslandi þar sem börn gerðu nektarmyndir af jafnöldrum sínum með aðstoð gervigreindar.
Svokallaðar djúpfalsanir, myndir eða myndbönd þar sem erfitt er að sjá að gervigreind hefur verið notuð til að eiga við efnið, eru orðin þekkt vandamál á alþjóðavísu. 16 ára unglingur í Kentucky svipti sig lífi eftir að honum barst hótun um að djúpfalsaðri nektarmynd af honum yrði dreift til vina og fjölskyldu ef hann borgaði ekki andvirði mörg hundruð þúsund króna. Bandaríkin hafa nú sett lög um dreifingu á slíku efni, stjórnvöld á Bretlandi og í Evrópusambandinu eru með þessi öpp í skoðun og í Ástralíu stendur nú til að banna öpp af þessu tagi alfarið.
Ísland er eitt af fyrstu löndunum sem er með sérstakt lagaákvæði …
Athugasemdir