Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Barn lést í Reynisfjöru

Sjötta bana­slys­ið í Reyn­is­fjöru á síð­ustu níu ár­um.

Barn lést í Reynisfjöru
Reynisfjara Deilt hefur verið um hvernig auka megi öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir ítrekuð banaslys. Mynd: Víkingur

Ung stúlka er látin eftir að hafa fallið í sjóinn við Reynisfjöru, ásamt föður sínum og systur um miðjan daginn í dag. 

Ekki tókst að ná stúlkunni á land fyrr en þyrla Landhelgisgæslunnar fór á svæðið. Stúlkan var flutt á Landspítalann en var þar úrskurðuð látin.

Um var að ræða erlenda fjölskyldu á ferðalagi um Ísland.

Þetta er sjötta banaslysið í Reynisfjöru á innan við áratug, en sjöunda dauðsfallið varð í Kirkjufjöru, skammt frá.

Heimildin fjallaði í síðasta tölublaði sínu um áskoranir vegna fjöldaferðaþjónustu á Suðurlandi. Um fjörtíu ferðamenn hafa látist af slysförum í þeim landshluta frá árinu 2000. Þar var rætt við bónda nálægt Reynisfjöru sem sagði þúsundir manns hafa lent í öldu, án þess þó að hafa tekið út. „Maður hefur fylgst með fólkinu. Það er bara svo mikil gleði í því að vera komið í fjöruna. Það bara rýkur niður í fjöru,“ sagði hann.

Eftir því sem banaslysum hefur fjölgað hefur vaknað umræða um hvernig eigi að fjármagna viðbúnað á svæðinu. Landeigendur við Reynisfjöru fá greitt fyrir notkun bílastæða á svæðinu, sem kosta á bilinu 750 til 1.000 krónur fyrir hverja fólksbifreið sem þar er lagt. 

Varað við í vikunni

Í fyrradag birti íslensk kona, sem var á ferð í Reynisfjöru, myndir á Facebook af börnum að leik í fjörunni. „Ótrúleg hegðun i Reynisfjöru,“ sagði hún. „Viðvörun var gul, miðlungshætta, en þarna gengu tvær mæður með þrjú berfætt börn sem hlupu hvað eftir annað út i öldurnar. Þær horfðu ekki einu sinni á þau. Kannski er ég komin a einhvern hneykslunaraldur en mér ofbauð.“

Börn í ReynisfjöruÍslensk kona birti þessar myndir eftir að hafa heimsótt Reynisfjöru á fimmtudag og varaði við hættu sem steðjaði að börnum að leik við flæðarmálið.

Í rannsókn sem gerð var árið 2019 kom fram að 15% ferðamanna, sem svöruðu spurningarkönnun í Reynisfjöru, voru lítið eða ekki meðvitaðir um hættuna á svæðinu.

Árið 2023 var sérstakur samráðshópur myndaður til að auka öryggi við Reynisfjöru.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stella Kristjánsdóttir skrifaði
    Það þarf að vara fólk betur við hættunni sem er þarna og reyna að auka öryggi ferðalanga með betri skiltum eða köðlum. Það kostar ekki mikið og ætti að vera metnaðarmál að afmarka svæði t.d. við klettana þar sem flest dauðsföll hafa orðið.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "... voru lítið eða ekki meðvitaðir um hættuna á svæðinu."
    Sem þýðir að þeir hafa ekki kíkt á upplýsingarskiltin sem vara eindregið við hættunum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Nátt­úr­an gef­ur og nátt­úr­an tek­ur: Hættu­ástand á ferða­manna­stöð­um

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár