Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Barn lést í Reynisfjöru

Sjötta bana­slys­ið í Reyn­is­fjöru á síð­ustu níu ár­um.

Barn lést í Reynisfjöru
Reynisfjara Deilt hefur verið um hvernig auka megi öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir ítrekuð banaslys. Mynd: Víkingur

Ung stúlka er látin eftir að hafa fallið í sjóinn við Reynisfjöru, ásamt föður sínum og systur um miðjan daginn í dag. 

Ekki tókst að ná stúlkunni á land fyrr en þyrla Landhelgisgæslunnar fór á svæðið. Stúlkan var flutt á Landspítalann en var þar úrskurðuð látin.

Um var að ræða erlenda fjölskyldu á ferðalagi um Ísland.

Þetta er sjötta banaslysið í Reynisfjöru á innan við áratug, en sjöunda dauðsfallið varð í Kirkjufjöru, skammt frá.

Heimildin fjallaði í síðasta tölublaði sínu um áskoranir vegna fjöldaferðaþjónustu á Suðurlandi. Um fjörtíu ferðamenn hafa látist af slysförum í þeim landshluta frá árinu 2000. Þar var rætt við bónda nálægt Reynisfjöru sem sagði þúsundir manns hafa lent í öldu, án þess þó að hafa tekið út. „Maður hefur fylgst með fólkinu. Það er bara svo mikil gleði í því að vera komið í fjöruna. Það bara rýkur niður í fjöru,“ sagði hann.

Eftir því sem banaslysum hefur fjölgað hefur vaknað umræða um hvernig eigi að fjármagna viðbúnað á svæðinu. Landeigendur við Reynisfjöru fá greitt fyrir notkun bílastæða á svæðinu, sem kosta á bilinu 750 til 1.000 krónur fyrir hverja fólksbifreið sem þar er lagt. 

Varað við í vikunni

Í fyrradag birti íslensk kona, sem var á ferð í Reynisfjöru, myndir á Facebook af börnum að leik í fjörunni. „Ótrúleg hegðun i Reynisfjöru,“ sagði hún. „Viðvörun var gul, miðlungshætta, en þarna gengu tvær mæður með þrjú berfætt börn sem hlupu hvað eftir annað út i öldurnar. Þær horfðu ekki einu sinni á þau. Kannski er ég komin a einhvern hneykslunaraldur en mér ofbauð.“

Börn í ReynisfjöruÍslensk kona birti þessar myndir eftir að hafa heimsótt Reynisfjöru á fimmtudag og varaði við hættu sem steðjaði að börnum að leik við flæðarmálið.

Í rannsókn sem gerð var árið 2019 kom fram að 15% ferðamanna, sem svöruðu spurningarkönnun í Reynisfjöru, voru lítið eða ekki meðvitaðir um hættuna á svæðinu.

Árið 2023 var sérstakur samráðshópur myndaður til að auka öryggi við Reynisfjöru.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stella Kristjánsdóttir skrifaði
    Það þarf að vara fólk betur við hættunni sem er þarna og reyna að auka öryggi ferðalanga með betri skiltum eða köðlum. Það kostar ekki mikið og ætti að vera metnaðarmál að afmarka svæði t.d. við klettana þar sem flest dauðsföll hafa orðið.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "... voru lítið eða ekki meðvitaðir um hættuna á svæðinu."
    Sem þýðir að þeir hafa ekki kíkt á upplýsingarskiltin sem vara eindregið við hættunum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu