„Þetta snýst náttúrlega allt um peninga,“ segir Guðrún Berndsen sem hefur búið í Vík frá árinu 2017 og starfar í upplýsingamiðstöðinni í þorpinu.
„Margir eru ánægðir með það hvað það er mikið af ferðamönnum að koma. En það eru ekki allir. Mér finnst þetta of mikið. Mér finnst að það þurfi að vera einhver pæling með þetta. Að það sé ekki endalaust meira, meira, meira. Að það sé hugsun. Hvað getur þetta svæði tekið við mörgu fólki?“
Í Vík finnst Guðrúnu ríkjandi viðhorf að það megi helst ekki setja neitt út á ferðaþjónustuna. „Það er alltaf þetta: Við lifum öll á þessu. En þessi störf, þetta eru láglaunastörf. Þetta er ekki gott.“
Enska er tungumálið í Vík
Mýrdalshreppur hefur langhæst hlufall erlendra ríkisborgara af öllum sveitarfélögum landsins, eða nær 65 prósent. Í Vík er því meirihluti íbúa af erlendum uppruna.
Athugasemdir