Það er stór munur á því að búa hér og í Úkraínu. Þetta er miklu minna land, hljóðlátt og rólegt. Mér líkar það. Úkraína – fyrir utan allt sem er að gerast núna – er stórt land og mjög hávaðasamt. Þar er margt fólk og mikið í gangi. Mig langaði að flýja stríðið en líka hægja smá á mér.
Ég tók mjög skjóta ákvörðun um að flytja til Íslands. Ég heimsótti vinkonu mína hingað í ágúst í fyrra og hún sagði mér frá áætlun fyrir flóttafólk og mér líkaði landið þannig ég sagði bara: „Af hverju ekki?“ Ég fór heim og pakkaði í töskur og tveimur vikum síðar var ég flutt hingað frá Kænugarði. Mér leið eins og þetta ætti smá að vera svona.
Mig langaði aldrei að flytja frá Úkraínu en vildi alltaf fara að ferðast. En þegar ég kom í heimsókn hingað og breytti um umhverfi hafði það …
Athugasemdir