Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Norskur hagfræðingur segir ruglingslegt að tala um „norska leið“

Claire Armstrong, auð­linda­hag­fræð­ing­ur við Heim­skauta­há­skól­ann í Trom­sö, seg­ist ekki hafa séð mik­inn mun á því hve mik­ill fisk­ur er unn­inn í Nor­egi eft­ir að byrj­að var að inn­heimta veiði­gjöld í norsku lax­eldi.

Norskur hagfræðingur segir ruglingslegt að tala um „norska leið“

„Hugmyndin um „norska leið“ er dálítið ruglingsleg því að í Noregi greiðir útgerðin ekki skatt af auðlindarentu – heldur gera það olíuiðnaðurinn, vatnsaflsiðnaðurinn og laxeldið,“ segir Claire Armstrong, prófessor í auðlindahagfræði við Heimskautaháskólann í Tromsö í Noregi.

Undanfarið hefur Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verið tíðrætt um það sem þau kalla „norska leið“ í sjávarútvegi. Er það einkum í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum, en SFS vilja meina að þær feli í sér að Íslendingar muni taka upp fyrirkomulag að norskri fyrirmynd í sjávarútvegi.

Rétt að norska vinnslan sé með lægri heildarhagnað

Í stuttu máli gengur það sem SFS kalla norsku leiðina út á það að í norskum sjávarútvegi sé hátt hlutfall fisksins flutturúr landi til vinnslu, ólíkt því sem tíðkist á Íslandi. Þetta segja SFS að sé vegna hás hráefnisverðs milli fiskveiða og vinnslu.

„[Norðmenn] skapa því fá störf í landi, ólíkt því sem tíðkast hér á landi, og laun við veiðar og vinnslu eru mun lægri en á Íslandi. Verðmætasköpun – og þar með framlag til hagvaxtar og lífskjara – er því til muna minni í Noregi en á Íslandi,“ segir í grein eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, sem birtist í Morgunblaðinu í nóvember 2024. 

„Þau [SFS] eru, eins og ég skil það, að kalla það norska leið að vinnsluiðnaðurinn fái lægri heildartekjur vegna hærri verðlagningar. Það er að sumu leyti rétt. Norski vinnsluiðnaðurinn þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn sem hann kaupir frá veiðunum, því þar er takmörkuð lóðrétt samþætting,“ útskýrir Claire Armstrong.

Hún segir að það megi vel vera að hár kostnaður skýri lægra hlutfall innlendrar vinnslu í Noregi en tíðkist til dæmis á Íslandi. Þessi kostnaður feli þó ekki aðeins í sér hátt verð fiskjar. Til dæmis spili launakostnaður og vinnuafl einnig þar inn í. „Við höfum of fáar vinnandi hendur í Noregi, í mörgum hlutum landsins er vinnuafl í fiskvinnslu meira en helmingur erlent,“ segir hún.

„Í ljósi þess að það er aðeins hluti auðlindarentunnar sem er skattlagður, nema þessi renta sé notuð til að niðurgreiða mjög mikinn iðnað, þá ætti það fræðilega ekki að breyta fjárfestingu í vinnslu“

Armstrong segir að sér þyki áhugavert að íslenski sjávarútvegurinn gagnrýni það ekki að notast verði við markaðsverð frá Noregi. „Heldur frekar að tala gegn þeim afleiðingum að þurfa mögulega að greiða hærra auðlindagjald.“

Hún bendir á að veiðigjaldið á Íslandi verði ekki 100 prósent af auðlindarentunni, svo iðnaðurinn muni fá að halda eftir hluta hennar. „Í ljósi þess að það er aðeins hluti auðlindarentunnar sem er skattlagður, nema þessi renta sé notuð til að niðurgreiða mjög mikinn iðnað, þá ætti það fræðilega ekki að breyta fjárfestingu í vinnslu.“

Svipað fyrirkomulag í norsku laxeldi

Í Noregi er hægt að líta til þess hvernig gjaldtöku í laxeldinu er háttað, en árið 2023 var komið á 25 prósent skatti á auðlindarentu í norsku laxeldi.

Líkt og í sjávarútvegi á Íslandi er í norska laxeldinu mikil lóðrétt samþætting. Því ákváðu Norðmenn að koma á tilteknu ráði sem ákvarðar verðið fyrir eldislaxinn til skattlagningar. Claire Armstrong er einn meðlima í ráðinu.

„Vegna þess að mikil lóðrétt samþætting er í þessum iðnaði og miklar líkur á innra verðsamráði ákváðu stjórnvöld að koma á þessu ráði til að ákvarða markaðsvirði fyrir lax,“ útskýrir hún. Norðmenn geti ekki, líkt og Íslendingar, litið til annarra markaða til að ákvarða þessi verð og er það því gert með því að safna upplýsingum um verðlagningu frá laxeldisfyrirtækjunum sjálfum. 

Þrátt fyrir að ráðið hafi ekki verið starfandi lengi segir Armstrong að síðan skatturinn var lagður á laxeldisiðnaðinn hafi hún ekki tekið eftir því að það hafi haft neikvæð áhrif á hlutfall innlendrar vinnslu í Noregi.

„Ég hef ekki séð miklar breytingar, enn sem komið er, í því hve mikið lax er unninn í Noregi eftir að þessi 25 prósenta skattur var lagður á auðlindarentuna. Svo lengi sem skatturinn er lagður á rentuna, en ekki venjulegan hagnað, er það sem er arðbært að fjárfesta í fyrir skattinn – til dæmis vinnslustöðvar og þess háttar – einnig arðbært að fjárfesta í eftir skattlagninguna.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár