Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Finn það alveg núna að ég á heima hér“

Rakel Birta Hafliða­dótt­ir seg­ir það hafa ver­ið leið­in­legt að skilja fjöl­skyld­una sína eft­ir á Eg­ils­stöð­um þar sem hún er al­in upp, en í Reykja­vík eigi hún heima.

„Finn það alveg núna að ég á heima hér“
Minni áhyggjur Rakel Birta vill búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem er að hennar mati fleira fólk og færri áhyggjur. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég flutti að heiman 18 eða 19 ára. Það var mjög mikil breyting. Ég bjó á Egilsstöðum með foreldrum mínum og er alin upp þar. Það var smáerfitt að flytja, en spennandi líka. Mig langaði að koma í umhverfi þar sem er fleira fólk. En það er ótrúlega leiðinlegt að þurfa að skilja fjölskylduna eftir. Sérstaklega litlu systur mína. Hún er 14 ára og maður missir smá af uppeldi hennar. 

Ég held ég flytji ekki aftur til baka. Ég finn það alveg núna að ég á heima hér. Mér líður bara betur hérna. Ég held það sé vegna þess að hér er fleira fólk, allt er stærra og minni áhyggjur einhvern veginn. 

Ég er að læra hagfræði. Það var eiginlega skyndiákvörðun. Ég skráði mig fyrst í matvælafræði og síðan viku áður en skólinn átti að byrja þá skipti ég bara. Mig langaði að prófa eitthvað annað. Síðan var það ótrúlega gaman, þannig að ég er búin að vera þar. Ég var að klára þriðja árið mitt, ég er að útskrifast á þremur og hálfu ári. 

Ég vissi eiginlega ekkert hvað hagfræði var þegar ég byrjaði, en hún fer svo djúpt í hvernig allt samfélagið virkar. Hvernig það snýst og mér finnst gott að vita það. Áður en ég byrjaði í háskóla var ég ekkert að pæla í samfélagsumræðunni. En eftir þetta þá finnst mér miklu skemmtilegra að pæla í hlutunum og skoða út á hvað allt gengur.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Af hverju var þetta skrifað?
    0
    • Martin Swift skrifaði
      Greinaröðin Fólkið í borginni virðist birt til gamans og fræðslu um fjölbreytt mannlífið. Þetta eru oft hinar skemmtilegustu sögur. Fínar til að fá raunsærri sýn á samfélagið.
      https://heimildin.is/greinarod/folkid-i-borginni/
      6
    • MS
      Michael Schulz skrifaði
      I don't understand either!? Frontpage ... !?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár