Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Segir Útlendingastofnun ætla að senda Oscar úr landi eftir helgi

Ís­lensk­ur fóst­urfað­ir Oscars Andres Flor­ez Boca­negra, 17 ára drengs frá Kól­umb­íu sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi, seg­ir að Út­lend­inga­stofn­un ætli sér að koma Oscari úr landi eft­ir helgi.

Segir Útlendingastofnun ætla að senda Oscar úr landi eftir helgi
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli á mánudag til að mótmæla brottvísun Oscars. Séra Bjarni Karlsson er einn þeirra sem skrifuðu undir kröfu um að Oscari verði veitt dvalarleyfi. Mynd: Golli

„Oscar er með stuðning frá meirihluta þjóðarinnar og fjöldanum öllum af samtökum,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars Andres Florez Bocanegra, 17 ára drengs frá Kólumbíu, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svavar nefnir Prestafélag Íslands og Félag fósturforeldra sem dæmi um þau samtök sem styðja að Oscar fái að búa á Íslandi. 

„Útlendingastofnun gefur hins vegar ekkert fyrir það og ætlar sér að koma honum úr landi eftir helgi, hvað sem tautar og raular! Þetta er frábæra Ísland í dag!“ skrifar hann á Facebooksíðu sína nú síðdegis.

Svavar hvetur einnig fólk til að skrifa nafn sitt á nýjan undirskriftarlista sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að Oscar fái varanlegt leyfi til búsetu á Íslandi og verði ekki vísað úr landi.  Sonja Magnúsdóttir, fósturmóðir Oscars og eiginkona Svavars, er ábyrgðarmaður listans. 

Fjölmenn mótmæli

Fjöldi mót­mæl­enda kom sam­an á Aust­ur­velli á mánudag til þess að mót­mæla úr­skurð­i kærunefndar útlendingamála. Skila­boð­in voru skýr: „Oscar á heima hér!"

Einn þeirra sem mættu á mótmælin sagði þá í samtali við Heimildina: „Mér finnst þetta mjög óréttlátt að það sé verið að senda hann úr landi. Þetta er bara ógeðslegt í raun og veru að horfa upp á þetta og maður fær illt í hjartað að sjá þetta.“

„Mér finnst þetta mjög óréttlátt að það sé verið að senda hann úr landi. Þetta er bara ógeðslegt í raun og veru að horfa upp á þetta og maður fær illt í hjartað að sjá þetta,” sagði annar. 

Lögmaður Oscars, Helga Vala Helgadóttir, var viðstödd mótmælin og á meðal ræðumanna. Spurð út í niðurstöðu úrskurðarins sagði Helga Vala: „Mér finnst þetta bara efnislega rangt. Ég get ekki séð af hverju er ekki hægt að skjóta skjólshúsi yfir hann, það liggur alveg fyrir að hans félagslegu aðstæður í heimalandinu eru gríðarlega flóknar. Það liggur líka fyrir að barnaverndaryfirvöld á Íslandi brutu á réttindum hans á sínum tíma þegar hann var hérna.” En þá vísar Helga Vala til þess þegar Oscar var sendur til Bógóta í október síðastliðin með föður sínum og var í kjölfarið skilinn eftir á flugvellinum þar. 

Endaði á götunni í Bógóta

Útlendingastofnun synjaði Oscari, föður hans og systrum um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og var þeim jafnframt brottvísað frá landinu 15. október í fyrra. Oscar endaði í kjölfarið á götunni í Bógóta en Svavar, fósturfaðir hans, sótti hann til Kólumbíu um miðjan nóvember. 

Oscar lagði fram endurtekna umsókn um alþjóðlega vernd 10. febrúar síðastliðin eftir að Útlendingastofnun hafði synjað honum, föður hans og systrum í október í fyrra. Nú lagði hann fram umsókn á þeim grundvelli að hann væri fylgdarlaust barn en Útlendingastofnun vísaði umsókninni frá þar sem ástæðan þótti ekki auka líkur á því að fallist yrði á fyrri umsókn hans skv. 1. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. 

Í apríl kærði Oscar ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar og gerði grein fyrir því að hann hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar en hún og faðir hans eru skilin. Oscar hafi þurft að flýja frá föður sínum og fékk skjól hjá Svavari Jóhannssyni og Sonju Magnúsdóttur, sem berjast með honum fyrir því að hann fái að búa á Íslandi.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Xenophobia everywhere is a strong force!
    0
  • MLS
    Magnús Líndal Sigurgeirsson skrifaði
    Barnaverndar yfirvöld eru enn og aftur til skammar, ennþá lifir vonin um að ríkisstjórnin sem ætlar að láta verkin tala geri það.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hvað er eiginlega að þessum stjórnvöldum hér?
    Mannvonskan virðist sitja í fyrirrúmi !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu