Þetta er dálítið sérstakt,“ segir blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson um það að vera staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hann er sem hluti af WikiLeaks-teyminu. Á miðvikudaginn var heimildarmyndin The Six Billion Dollar Man, sem fjallar um Julian Assange, frumsýnd á hátíðinni.
Kristinn hefur sagt það súrrealískt að ganga rauða dregilinn. „Ég hef örugglega séð fullt af frægu fólki sem ég hef ekki þekkt neinn skapaðan hlut,“ segir hann og hlær. Hann segist þó hafa borið kennsl á leikkonuna Minnie Driver sem sat til borðs með þeim.
Saga sem sé mörgum gleymd
„Þetta er það sem maður hefur þekkt úr fjarlægð sem eitthvað sem maður hefur stundum lyft brúnum yfir. Glamúr, glys, skrautsýningum, djörfum kjólabúnaði og öðru í þeim dúr. Þannig að það að málefni, sem er í undirtóninn mjög alvöruþrungið og er að segja mikla sögu um réttindabaráttu, það er kannski óvenjulegt að slík málefni séu að liðast …
Athugasemdir