
Seinni myndaspurning:Hvað hét þessi kona?
- Hvaða hljómsveit flutti fyrst lagið Hey Jude?
- Hver er þriðja fjölmennasta borg á Íberíuskaga/Pýreneaskaga?
- Hversu margir eru hæstaréttardómarar á Íslandi?
- Með hvaða fótboltaliði á Englandi hefur Dagný Brynjarsdóttir leikið undanfarin ár?
- Akita, Mastiff og Samoyed. Hvað er þetta?
- En um hvað eru hugtökin Squoval, Coffin, Almond, Stiletto og Lipstick notuð?
- Einn frægasti ballett tónlistar- og danssögunnar er kenndur við fugla. Hvaða fugla?
- Innan hvaða ríkis er sérstakt sjálfstjórnarsvæði Gyðinga, þótt þar búi raunar fremur fáir Gyðingar?
- Hvað heitir vinsæl sjónvarpssería þar sem eldri karlmaður og ung stúlka eiga í höggi við uppvakninga eða zombía?
- Í hvaða sjónvarpsþáttum leikur Natasha Lyonne persónu sem sér strax ef einhver er að ljúga?
- Hvað er eina sameiginlega starfið sem Hanna Katrín Friðriksson, Jóhann Páll Jóhannsson, Kristrún Frostadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hafa gegnt áður en þau urðu þingmenn?
- Nemó-punkturinn er sá staður á jarðríki sem er lengst frá nokkurri mannabyggð. Hvar er Nemó-punkturinn: Í Sahara – Síberíu – Suðurskautslandinu – Suður-Kyrrahafi?
- Einhver efnilegasti fótboltamaður heims heitir Lamine Yamal. Fyrir hvað þjóð spilar hann?
- Tuttugu þúsund manna borg sem einu sinni hét Godthåb, hvað heitir hún núna?
- Brókarjökull, Falljökull, Fjallsjökull og Flóajökull eru hlutar af stærri jökli, sem nefndist ... hvað?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni gægist Eiffelturninn upp úr Aþenu. En hann er vitaskuld í París. Á seinni myndinni er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Svör við almennum spurningum:
1. Bítlarnir. — 2. Valencia. — 3. Sjö. — 4. West Ham. — 5. Hundategundir. — 6. Gervineglur. — 7. Svani (Svanavatnið). — 8. Rússlands. — 9. The Last of Us. — 10.. Pocer Face. — 11. Þau voru öll blaðamenn. — 12. Suður-Kyrrahafi. — 13. Spánverja. — 14. Nuuk á Grænlandi— 15. Vatnajökull
Athugasemdir (2)