Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Sanna segir framlög sín gerð tortryggileg að ósekju

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir seg­ir í tölvu­pósti til flokks­manna í Sósí­al­ista­flokkn­um að mán­að­ar­leg fram­lög henn­ar til Vor­stjörn­unn­ar hafi ver­ið gerð tor­tryggi­leg að ósekju. „Vor­stjarn­an var ekki stofn­uð ut­an um fjár­fram­lög mín til henn­ar,“ skrif­aði hún á Rauða þráð­inn í vik­unni.

Sanna segir framlög sín gerð tortryggileg að ósekju
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúinn segist greiða mánaðarframlag sitt til Vorstjörnunnar, ekki til Sósíalistaflokks Íslands Mynd: Bára Huld Beck

Heitar umræður um starf Sósíalistaflokksins hafa gert vart við sig á Rauða þræðinum – umræðuvettvangi Sósíalistaflokks Íslands – á ný. Kveikjan er tölvupóstur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, sem sendur var á flokksfélaga í vikunni þar sem þeir voru meðal annars hvattir til að mæta á aðalfund síðar í mánuðinum. 

„Undanfarna mánuði hafa ýmsar rangfærslur verið settar fram um flokksstarfið. Fjármál flokksins og mánaðarleg framlög mín til Vorstjörnu – styrktarsjóðs, hafa verið gerð tortryggileg að ósekju. Þrátt fyrir að ásakanir standist ekki skoðun, þá hafa þær grafið undan starfinu, sett vinnu stjórna í uppnám og haft neikvæð áhrif á orðspor flokksins,” skrifaði Sanna Magdalena til flokksmanna.

Í póstinum sagði Sanna einnig að hópur fólks vildi einblína á aðhaldsaðgerðir inn á við og auka eftirlit með störfum félaga, sem hún segir ekki leiðina að árangri. Þess í stað vill hún halda áfram vinnu út á við og beina kraftinum gegn óréttlæti.

Segir gagnrýnina ekki snúa að Sönnu

Umtalsverð innanbúðarátök hafa verið í Sósíalistaflokknum undanfarnar vikur, líkt og Heimildin hefur fjallað um. En þar hafa skipulag og stjórn flokksins einkum sætt gagnrýni.

Því hefur verið haldið fram að hreyfinguna skorti lýðræði og í henni viðgangist fjárhagslegt ábyrgðarleysi, meðal annars vegna mikilla styrkja flokksins til Samstöðvarinnar og Vorstjörnunnar. Þá hefur Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, setið undir ásökunum um ofríki og andlegt ofbeldi.

Óskar Steinn Gestsson svaraði pósti Sönnu á Rauða þræðinum og sagði að gagnrýnin sem fram hefði komið hefði hvorki snúist um hana né hennar framlag. „Deilan í flokknum snýst ekki um þig heldur hvernig hann [Sósíalistaflokkurinn] er skipulagður, hvernig það eru ekki til neinir pappírar um mikilvæg atriði í fjármálum flokksins og hvernig fólk sem ræður ekki við skapið í sér hefur hrakið ófáa í burtu.” 

Þá sagði hann að gagnrýnendur væru ekki að biðja um aukið eftirlit með störfum félaga, um stofnun svæðisfélaga á landsbyggðinni. Gagnrýnin beindist enn fremur frekar að stjórnunarmenningu og stjórnsýslu í flokknum frekar en Vorstjörnunni.

Segja Sönnu nýta sér aðstöðu sína

Aðrir stigu fram og gagnrýndu Sönnu fyrir að nýta sér aðstöðu sína til að senda póst í nafni flokksins til að miðla persónulegum skoðunum sínum.

„Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi af þessum pólitíska leiðtoga okkar að misnota aðstöðu sína til að senda póst í nafni flokksins með einhliða persónulegum skoðunum sínum á innri deilum í flokknum, til að dreifa áróðri og rangindum, í aðdraganda aðalfundar,“ skrifar Jón Ferdínand Estherarson.

„Að misnota með þessum hætti hvatningu til fólks að mæta á aðalfund held ég að varla megi finna hliðstæðu, ekki einu sinni í myrkustu afkimum Valhallar,“ skrifar Birna Gunnlaugsdóttir og segir þennan fjölpóst Sósíalistaflokksins til félaga vera með ólíkindum. En hann væri fullur af óheiðarleika, lygum og rangfærslum.  

Framlög gerð tortryggileg

Sjálf bendir Sanna á að framlög hennar hafi verið gerð tortryggileg, meðal annars í fjölmiðlum, og vísar þar til ummæla Sigrúnar Unnsteinsdóttur, stjórnarmanns í Vorstjörnunni, í Heimildinni.

„Ég skil heldur ekki tilganginn með því að stofna þetta félag. Eina skýringin sem ég hef fengið frá Gunnari Smára er að einstaklingur megi ekki styrkja stjórnmálaflokk um meira en 550 þúsund krónur á ári,“ sagði Sigrún við Heimildina í vor. En Sanna styrkir Vorstjörnuna um 1,2 milljónir á ári.

„Vorstjarnan var ekki stofnuð utan um fjárframlög mín til hennar, ég gef hluta af launum mínum því ég vil styrkja Vorstjörnuna og því mér finnst launin mín fáránlega há. Ég vil að það sé til öflugur styrktarsjóður sem styrkir hagsmunabaráttu hinna verr settu, þannig að þau geti byggt upp og rekið hagsmunabaráttu sína.

Mér finnst ekki uppbyggilegt að sjá umfjöllun í fjölmiðlum um að heill styrktarsjóður eigi að hafa verið stofnaður til að ég gæti farið á svig við reglur. Að eina markmiðið með stofnun Vorstjörnunnar hljóti að vera að finna leið fyrir mig til að fara á svig við reglur sem gilda í þessu landi. Ég greiði mánaðarframlag mitt til Vorstjörnunnar, ekki til Sósíalistaflokks Íslands,“ skrifar Sanna.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Dæmigerðar árásir á konu í stjórnmálum, sem karlar myndu ekki verða fyrir. Þeir þola bara ekki hvað Sanna er flottur stjórnmálamaður. Ég nota enn orðið maður, þó aðeinhverjir spekingar dæmi það óhæft. Vigdís forseti sagði "ég er maður, því konur eru menn". Maður má semsagt að mínu nota orðið og segja, "maður segir bara sína skoðun".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár