Styr hjá Sósíalistum: Börnin bíta í byltinguna
Átök Trausti og Karl Héðinn hafa eldað grátt silfur við Gunnar Smára síðustu daga. Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Styr hjá Sósíalistum: Börnin bíta í byltinguna

Gríð­ar­leg inn­an­búð­ar­átök geisa í Sósí­al­ista­flokki Ís­lands um þess­ar mund­ir, eft­ir að formað­ur ung­l­iða­hreyf­ing­ar flokks­ins ásak­aði formann fram­kvæmda­stjórn­ar um of­ríki og and­legt of­beldi. Ung­l­ið­inn hef­ur á móti ver­ið orð­að­ur við karlrembu, nið­urrif og róg.

„Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga, ég borinn ásökunum um að vera ofbeldismaður, þjófur og margt annað ljótt. Ég er viðfang í eins konar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista, sem mér finnst að rugli saman kröfum um afköst og þátttöku við persónulegar ofsóknir. Og sem telja að ég eyðileggi fyrir sósíalismanum og Samstöðinni, geri miklu meira ógagn en gagn.“

Svona komst Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður á Samstöðinni og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, að orði á Facebook á sunnudag.

Talsverður styr er í Sósíalistaflokknum um þessar mundir, eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Roða – ungliðadeildar Sósíalistaflokksins, steig fram og sagði sig úr kosningastjórn flokksins í mótmælaskyni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég get ekki lengur starfað innan forystu sem hunsar lýðræðislega gagnrýni, viðheldur óheilbrigðri menningu og refsar þeim sem benda á vandamálin,“ skrifaði hann í opnu bréfi til félagsmanna. 

Lýsir andlegu ofbeldi, ofríki og launaþjófnaði 

Gagnrýni Karls Héðins beindist einkum að …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Sólveig Anna, Gunnar Smári og Karl Marx eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt. Gerræði , rógburður og ófrægingar gegn alvöru samfèlagshyggju, um jöfnuð, og um siðferðisvitund byggða á réttlæti og hugdirfsku er hvergi að finna í íslensku sósíalistaforingjunum. Sanna borgarfulltrúi, meira að segja, er alveg sama um þessa hugrökku félaga og sannleikann, hvað þá hugsjón sósíalismanns eða þá menn sem gefa sig honum heilshugar og styður frekar framkomu valdsins gegn starfi þeirra sem gera rétt og bregðast hárrétt við stórkostlegu gáleysi þessara stóru og þekktu leiðtoga sinna. Kannski er það bara fáviska þeirra gagnvart eigin ófullkomna lífi í samfélaginu og mannlífinu og veröldinni sem kemur aftan að þeim í einangruðum fílabeinsturni sínum og fellir þá af stalli sem allir vita að stenst enga raunverulega skoðun á neinu sem þeir staðhæfa sem þar sitja einir og dæma.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár