Ég heiti Nada Maher og er 25 ára gömul palestínsk kona úr hjarta Gaza – nánar tiltekið frá Jabalia-búðunum, sem hafa orðið tákn þjáningar og seiglu. Ég skrifa þessi orð úr hjarta þjóðarmorðsins, frá rústunum sem áður voru heimili, frá þeim sem eftir lifa úr fjölskyldum, frá röddum barna sem hvorki eiga til hnífs né skeiðar – né vernd fyrir sprengjuregni.
Ég er ung kona, eins og hver önnur, sem eitt sinn dreymdi um venjulegt líf. Ég átti drauma um framtíð, um nám og vinnu, um sjálfstæði og von. En í staðinn lifum við nú í þjóðarmorði sem sundrar fjölskyldum okkar, rænir börnin bernsku sinni og reynir að slökkva það sem enn er eftir af mannúðinni í okkur.
Við búum við þjóðarmorð sem fer fram fyrir opnum tjöldum – undir augum heims sem þegir. Þögn sem er ekki lengur hlutleysi, heldur meðsekt. Á hverjum morgni, áður en við teljum síðustu …
Athugasemdir