Íslenska ríkið semur aftur við Rapyd

Fjár­sýsla rík­is­ins hef­ur gert samn­ing um færslu­hirð­ingu við ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­ið Rapyd. Samn­ing­ur­inn gild­ir í tvö ár og nær með­al ann­ars til fram­halds­skóla, rík­is­rek­inna safna, sjúkra­húsa, sýslu­mann­sembætta og dóm­stóla.

Íslenska ríkið semur aftur við Rapyd

Fjársýsla ríkisins gerði í apríl rammasamning við Rapyd um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir ríkisins. Hann gildir í tvö ár, eða þangað til í apríl 2027. 

„Samningurinn nær til allra A-hluta stofnanna sem taka á móti kortagreiðslum og gildir um kortafærslur og posa. A-hlutastofnun sem tekur á móti kortagreiðslum er þó skylt að ganga inn í þennan samning,“ segir um samninginn á vefsíðu þar sem nálgast má miðlæga samninga ríkisins.

Voru áður með samning við Rapyd

Til A-hluta stofnana teljast á annað hundrað stofnana sem sinna kjarnaverkefnum ríkisins. Þeirra á meðal eru háskólar, framhaldsskólar, ríkisrekin söfn, sjúkrahús, heilsugæslur, sýslumannsembætti og dómstólar, auk fjölmargra annarra.

Hér má sjá lista yfir svokallaðar A-hluta stofnanir.

Ríkiskaup sáu um að gera þjónustusamning um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir þangað til þau voru lögð niður síðasta vor og verkefni þeirra færð yfir til Fjársýslunnar. Fyrri samningur var gerður við Valitor í febrúar árið 2021 og rann út í fyrra. Rapyd keypti Valitor í júlí 2021.

Hávær sniðgöngukrafa

Vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og skæðra árása á Gaza-svæðinu hafa margir Íslendingar valið að sniðganga vörur og fyrirtæki sem tengjast Ísrael. Hugmyndin að baki sniðgöngunni er sú að með henni megi setja þrýsting á ísraelsk stjórnvöld að láta af stríðrekstri sínum í Palestínu.

Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hefur gjarnan verið nefnt í tengslum við sniðgöngu, en það er eitt af þeim fyrirtækjum sem íslenska sniðgönguhreyfingin leggur hvað mesta áherslu á. 

„Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka,“ stendur á vefsíðunni sniðganga.is

Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að fleiri hundruð íslensk fyrirtæki sem áður notuðu greiðslumiðlun Rapyd hafi látið undan þrýstingi sniðgönguhreyfingarinnar og skipt um greiðslumiðlun. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og tryggingar fyrir að upplýsingum sé ekki safnað.... eru auðvitað öngvar. En á hinn bóginn eru ísraelar í fremsta flokki í tölvunjósnum og öngvar varnir hérlendis. Ef menn muna þá komu fréttir um að ísraelskt fyrirtæki hefði útbúið app sem gat hijackað og lesið nálæga síma... eða á sama neti... en það sem þið vitið ekki er að appið er meira en áratugar gamalt og byggt á eldri öppum. Og ólíkt ICIJ og íslenskum snillingum þá kunna þeir að vinna úr upplýsingum,
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár