Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Íslenska ríkið semur aftur við Rapyd

Fjár­sýsla rík­is­ins hef­ur gert samn­ing um færslu­hirð­ingu við ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­ið Rapyd. Samn­ing­ur­inn gild­ir í tvö ár og nær með­al ann­ars til fram­halds­skóla, rík­is­rek­inna safna, sjúkra­húsa, sýslu­mann­sembætta og dóm­stóla.

Íslenska ríkið semur aftur við Rapyd

Fjársýsla ríkisins gerði í apríl rammasamning við Rapyd um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir ríkisins. Hann gildir í tvö ár, eða þangað til í apríl 2027. 

„Samningurinn nær til allra A-hluta stofnanna sem taka á móti kortagreiðslum og gildir um kortafærslur og posa. A-hlutastofnun sem tekur á móti kortagreiðslum er þó skylt að ganga inn í þennan samning,“ segir um samninginn á vefsíðu þar sem nálgast má miðlæga samninga ríkisins.

Voru áður með samning við Rapyd

Til A-hluta stofnana teljast á annað hundrað stofnana sem sinna kjarnaverkefnum ríkisins. Þeirra á meðal eru háskólar, framhaldsskólar, ríkisrekin söfn, sjúkrahús, heilsugæslur, sýslumannsembætti og dómstólar, auk fjölmargra annarra.

Hér má sjá lista yfir svokallaðar A-hluta stofnanir.

Ríkiskaup sáu um að gera þjónustusamning um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir þangað til þau voru lögð niður síðasta vor og verkefni þeirra færð yfir til Fjársýslunnar. Fyrri samningur var gerður við Valitor í febrúar árið 2021 og rann út í fyrra. Rapyd keypti Valitor í júlí 2021.

Hávær sniðgöngukrafa

Vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og skæðra árása á Gaza-svæðinu hafa margir Íslendingar valið að sniðganga vörur og fyrirtæki sem tengjast Ísrael. Hugmyndin að baki sniðgöngunni er sú að með henni megi setja þrýsting á ísraelsk stjórnvöld að láta af stríðrekstri sínum í Palestínu.

Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hefur gjarnan verið nefnt í tengslum við sniðgöngu, en það er eitt af þeim fyrirtækjum sem íslenska sniðgönguhreyfingin leggur hvað mesta áherslu á. 

„Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka,“ stendur á vefsíðunni sniðganga.is

Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að fleiri hundruð íslensk fyrirtæki sem áður notuðu greiðslumiðlun Rapyd hafi látið undan þrýstingi sniðgönguhreyfingarinnar og skipt um greiðslumiðlun. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og tryggingar fyrir að upplýsingum sé ekki safnað.... eru auðvitað öngvar. En á hinn bóginn eru ísraelar í fremsta flokki í tölvunjósnum og öngvar varnir hérlendis. Ef menn muna þá komu fréttir um að ísraelskt fyrirtæki hefði útbúið app sem gat hijackað og lesið nálæga síma... eða á sama neti... en það sem þið vitið ekki er að appið er meira en áratugar gamalt og byggt á eldri öppum. Og ólíkt ICIJ og íslenskum snillingum þá kunna þeir að vinna úr upplýsingum,
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár