Hún átti oft erfitt með gang sem barn vegna plattfótar og þurfti að hvíla sig á handriðum á leiðinni í skólann.
Sif Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur og heilsuhagfræðingur, varð síðan á fullorðinsárunum ultra-hlaupari.
„Ég átti líka erfitt með að skauta og fleira. Á tímabili kom upp sú hugmynd að ég færi í stóra bæklunaraðgerð til að leiðrétta þetta en það var fallið frá því. Ég er hjúkrunarfræðingur þannig að ég þurfti mikið að standa í starfinu en með tímanum óx ég upp úr þessu og þetta háði mér minna og minna.“
Antisportisti sem gerðist maraþon- og ultra-hlaupari
Sif fór svo að hlaupa, sem var óvænt því hún var „antisportisti“ eins og hún segir sjálf. „Ég fór eitt árið í Kvennahlaupið og við vinkonurnar gerðum allt til að vera síðastar í mark,“ segir hún og hlær.
„Ég byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en eftir 2005 eftir að ég eignaðist fyrsta barnið …
Athugasemdir