Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ekki allir sem geta sagst hafa unnið Magnus Carlsen

Stór­meist­ar­inn Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son seg­ir það hafa far­ið fram úr sín­um villt­ustu draum­um að leggja heims­meist­ar­ann Magn­us Carlsen í skák. „Hann tap­aði bara fyr­ir mér. Ég var hel­víti ánægð­ur með það,“ seg­ir hann.

Ekki allir sem geta sagst hafa unnið Magnus Carlsen
Vignir Vatnar Stefánsson Stórmeistarinn sigraði Carlsen. Mynd: Facebook

Í mínum villtustu draumum hefði þetta ekki einu sinni gerst, liggur við. Það er ekki leiðinlegt að rifja þetta upp.“

Þetta segir hinn 22 ára Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari í skák, um sigur sinn á fimmfalda heimsmeistaranum Magnusi Carlsen í hraðskák – fyrstur Íslendinga.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég tefli við hann. Ég hef alltaf fengið þessa spurningu á mig: „Hefur þú teflt við Magnus?“ Og loksins fæ ég hann. Ég vissi að það yrði einhvern tíma, að það myndi gerast. En ég var ekki viss um hvenær. Maður fær ekki alltaf tækifæri til þess,“ segir Vignir.

„Ótrúlegur maður“

Magnus Carlsen hefur verið metinn bestur í skákheiminum í næstum 14 ár. „Hann er svo miklu betri en aðrir í dag að það er eiginlega djók,“ segir Vignir. Hann bætir við að Carlsen hafi nýlega komið af skákmóti í Þýskalandi þar sem næstum allir bestu skákmenn heims tóku þátt. „Hann vann mótið með níu af níu mögulegum. Þannig að þetta er alveg ótrúlegur maður.“

Vignir Vatnar og Carlsen öttu kappi á vikulega netmótinu Titled Tuesday, en þar keppa aðeins þeir sem eru með skáktitla og geta því talist mjög færir í skák. Vignir segir að á bilinu 500–700 manns taki þátt í hverju móti. 

Hann útskýrir að það séu þó alltaf meiri líkur á að leggja Carlsen í hraðskák. En þrátt fyrir tapið bar heimsmeistarinn sigur úr býtum á mótinu. Reyndar tapaði hann aðeins einni skák af ellefu – þeirri gegn Vigni. „Hann tapaði bara fyrir mér. Ég var helvíti ánægður með það. Það gerði þetta enn þá betra, sem var eiginlega erfitt,“ segir hann.

„Ég held ég hafi nú bara dottið í kvíðakast í beinni

Skákin gegn Carlsen telur Vignir að hafi staðið yfir í sjö til átta mínútur. „Ég var bara glaður fyrst. Ég ætlaði að leggja mig allan fram, en maður er aldrei líklegur gegn Carlsen. En allt í einu fékk ég bara góða stöðu og þá byrjaði stressið virkilega að kikka inn. Ég var bara: „Ég gæti unnið“ og byrjaði allur að titra á músinni. Ég held ég hafi nú bara dottið í kvíðakast í beinni,“ segir Vignir. 

Eftir skákina segir hann að hann hafi hugsað með sér að þetta væri frábært en ekki velt sigrinum mikið fyrir sér.  „Síðan kíki ég á símann minn og þá er bara allt á milljón – og það var bara helvíti gaman.“

Heldur sínu striki

Hann tekur þó fram að lítið breytist við þetta, þótt auðvitað sé gott að hafa það undir beltinu að hafa sigrað Carlsen. „Það eru ekki allir sem geta sagt það. Eftir að hann varð sá besti í heimi þá eru það ekki margir. Það eru bara bestu skákmenn heims.“ Hann skýrir að Carlsen tapi eitthvað inn á milli, en hann geri þó lítið af því.

Sjálfur hyggst stórmeistarinn ætla að halda sínu striki sem atvinnumaður. „Fer á mót erlendis og tefli alls staðar. Það breytist lítið en auðvitað er þetta ógeðslega gaman að hafa þetta.“

Skák Vignis Vatnars við Carlsen hefur vakið mikla athygli en sjálfur segir hann að það hafi komið honum dálítið á óvart hve stórt þetta varð. „Athyglin er búin að vera eiginlega alveg ótrúleg.“ Hann tekur þó fram að í íslensku samfélagi sé mikill áhugi á skák.  

„Það eru einhvern veginn allir með chess.com í símanum. Allir með gríðarlegan áhuga á skák. Það er kannski gott að það komi í fjölmiðla að það sé íslenskur stórmeistari sem geti eitthvað af viti. Sem er bara frábært. Sem getur lagt númer eitt í heiminum. Það er helvíti gott.“ 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár