Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fjarstaddi höfundurinn

Sansal var fang­els­að­ur í Als­ír 16. nóv­em­ber 2024 vegna póli­tískra skoð­ana sinna og hann hef­ur nú ver­ið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Fjarstaddi höfundurinn
Boualem Sansal Mynd: Aðsend mynd

Alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal kom á Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann er fæddur 15. október árið 1949 í Theniet El Had í Alsír. Sansal er rithöfundur, verkfræðingur og hagfræðingur og byrjaði að skrifa fimmtugur að aldri eftir að hann lét af störfum sem háttsettur embættismaður hjá alsírska ríkinu, innblásinn af pólitískri ólgu og gagnrýninn á uppgang íslamskrar bókstafstrúar í heimalandi sínu. Sansal skrifar á frönsku og verk hans hafa unnið til helstu bókmenntaverðlauna í Frakklandi, þar á meðal Prix du Premier Roman sem hann hlaut árið 1999 fyrir frumraun sína, Le serment des Barbares.

Fyrsta skáldsaga Boualem Sansal sem kom út á ensku, The German Mujahid (Europa, 2009), hlaut RTL lesendaverðlaunin í Frakklandi og var fyrsta skáldverk arabísks rithöfundar til að viðurkenna helförina á prenti. Bækur hans hafa verið kerfisbundið ritskoðaðar í Alsír vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi. Árið 2012 hlaut Sansal hin virtu Prix du Roman Arabe bókmenntaverðlaun, og jafnframt þýsku friðarverðlaunin árið 2011. Sjöunda skáldsaga hans, 2084: The End of the World, hlaut Gran Prix frönsku akademíunnar fyrir skáldskap.

Sansal var fangelsaður í Alsír 16. nóvember 2024 vegna pólitískra skoðana sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Handtaka hans hefur aukið diplómatíska spennu milli Alsír og Frakklands en bækur hans hafa verið bannaðar í Alsír síðan árið 2006. 

Í dagskrá í tilefni af aldarártíð Thors Vilhjálmssonar (1925–2011) verður fjallað um verk Sansal. Á bókmenntahátíðinni verður hægt að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist verður þess að Sansal verði látinn laus. Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 27. apríl í Norræna húsinu klukkan 13 og er í samstarfi við Íslandsdeild PEN. Rithöfundurinn Sjón er formaður Íslandsdeilarinnar og mun sjá um viðburðinn ásamt þýðandanum Helgu Soffíu Einarsdóttur, sem ræddi einmitt við Sansal um verk hans þegar höfundurinn kom hingað á bókmenntahátíðina.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
2
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár